Steve McClaren er að snúa aftur til Manchester United og verður aðstoðarmaður Erik ten Hag hjá félaginu.
Mclaren sást á fundi með Ten Hag og John Murtough yfirmanni knattspyrnumála hjá Manchester í Amsterdam.
Fundurinn fór fram seint á miðvikudagskvöld eftir að Ajax vann sigur í hollensku úrvalsdeildinni.
Þar sat einnig Mitchell van der Gaag aðstoðarmaður Ten Hag hjá Ajax í dag en hann kemur með til United.
McClaren er 61 árs gamall en hann var aðstoðarmaður United frá 1999 til 2001 undir stjórn Sir Alex Ferguson.