Atletico Madrid er komið upp í þriðja sæti La Liga eftir 0-2 sigur á Elche í kvöld.
Matheus Cunha kom þeim yfir á 28. mínútu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.
Rodrigo de Paul kom Atletico í 0-2 á 62. mínútu. Þar við sat. Lokatölur 0-2.
Tvær umferðir eru óleiknar í La Liga.