fbpx
Miðvikudagur 29.júní 2022
433Sport

Hemmi Hreiðars til umræðu í Bretlandi – „ Þegar hann heilsaði manni var það iðulega eins og rúbbítækling“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 11. maí 2022 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV var til umræðu í hinu afar vinsæla hlaðvarpi sem Peter Crouch heldur út. David James var mættur til að ræða um lífið.

Crouch og James voru liðsfélagar Hermanns þegar þeir voru hjá Portsmouth en liðið vann frækinn sigur í enska bikarnum.

„Hermann er frábær einstaklingur. Hann er öðruvísi, eins og margir frá Íslandi, en ég vissi ekki að þið væruð í sambandi,“ segir Crouch um Hermann en David James og Hermann eru miklir vinir.

„Hann er brjálæðingur, en skemmtilegur brjálæðingur. Þegar hann heilsaði manni var það iðulega eins og rúbbítækling,“ sagði James.

Crouch bætti þá við.„Hann var brjálæðingur, en ég elska hann.“

„Það er prófraun að heilsa honum. Hann handleggsbraut Glen Little við það að heilsa honum að morgni til.“

David James ræddi svo um dvöl sína í Vestmannaeyjum árið 2013 þegar hann lék undir stjórn Hermanns í ÍBV.

„Hann sagði að við værum í undankeppni Meistaradeildar Evrópu sem mér fannst skemmtilegt, en um leið var þetta tækifæri að vinna aftur með Hermanni sem er frábær einstaklingur,“ segir James og heldur áfram:

„Ég komst síðar að því að það væri til meginland Íslands og að ég væri á leiðinni á eyju sem er kölluð Heimaey þegar ég var á leiðinni. Eyjan er nálægt eldfjallinu sem gaus árið 2011.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Tottenham reynir að fá varnarmann Barcelona lánaðan

Tottenham reynir að fá varnarmann Barcelona lánaðan
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

PSG frumsýnir nýja treyju – Stórt hlutverk Neymar vekur athygli

PSG frumsýnir nýja treyju – Stórt hlutverk Neymar vekur athygli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu markið sem Ísland fékk á sig í síðasta leik fyrir EM

Sjáðu markið sem Ísland fékk á sig í síðasta leik fyrir EM
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Skelltu sjötugum manni í jörðuna og stálu úri hans

Skelltu sjötugum manni í jörðuna og stálu úri hans
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gemma gaf kjöltudans á eyju ástarinnar – Heimsfrægur faðir hennar bregst við

Gemma gaf kjöltudans á eyju ástarinnar – Heimsfrægur faðir hennar bregst við
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Rúnar Alex segir frá því hver er besti vinur hans í Arsenal – Talar vel um stórstjörnuna

Rúnar Alex segir frá því hver er besti vinur hans í Arsenal – Talar vel um stórstjörnuna
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Samkomulag í höfn um De Jong og Malacia

Samkomulag í höfn um De Jong og Malacia
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vill ólmur fá vin sinn Neymar til Lundúna

Vill ólmur fá vin sinn Neymar til Lundúna