fbpx
Fimmtudagur 15.janúar 2026
433Sport

Gluggadagur á Íslandi á morgun

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 10. maí 2022 17:00

Nokkur svona blöð verða fyllt út á morgun.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagaskiptaglugginn lokar á miðnætti miðvikudaginn 11. maí næstkomandi. Glugginn er lokaður fyrir alla leikmenn nema ósamningsbundna leikmenn yngri flokka. Þeir geta skipt til og með 26. júlí að öðrum skilyrðum uppfylltum. Glugginn opnar svo aftur, að þessu sinni, 29. júní og er opinn til 26. júlí.

Sérstaklega er athygli félaga vakin á því að ef þau eru að fá leikmenn erlendis frá þá þurfa þau að vera tímanlega á ferðinni. Búast má við því að félagaskipti á milli landa taki nokkra daga. Þá er minnt á að ef leikmenn eru frá öðrum löndum en innan EES, Grænlandi og Færeyjum skal fylgja staðfesting frá Útlendingastofnun og/eða Vinnumálastofnun á dvalar- og atvinnuleyfi leikmannsins á Íslandi, sem þarf að liggja fyrir áður en óskað er eftir félagaskiptum

Vert er að minna á grein 15.5 í reglugerðinni er snýr að félagaskiptum. Hún hljóðar svona:

15.5. Almennt skal gilda, að leikmaður fær keppnisleyfi frá og með tilteknum degi hafi beiðni um félagaskipti verið fullfrágengin í samræmi við reglugerð þessa og Viðauka I við reglugerðina fyrir miðnætti daginn áður, en þó verður beiðni sem gengið er frá að fullu um helgi eða á frídegi að öllu jöfnu afgreidd næsta virka dag á eftir og keppnisleyfi gefið út frá og með þeim degi. Hafi beiðni um félagaskipti verið stofnuð og undirrituðu samþykki leikmanns, og eftir atvikum forráðamanns, hlaðið upp í félagaskiptakerfi KSÍ fyrir miðnætti á lokadegi félagaskiptatímabils skal íslensku félagi sem gengið er úr gefinn einn virkur dagur til að ganga frá félagaskiptunum með staðfestingu sinni í kerfinu. Keppnisleyfi með nýju félagi getur því tekið gildi í slíkum tilfellum nokkrum dögum eftir að félagaskiptatímabili lýkur en við útgáfu slíks keppnisleyfis ber að gæta þess að a.m.k. tveir dagar líði á milli leikja hjá leikmanninum. Þegar félagið sem gengið er úr er erlent skulu reglur FIFA gilda og getur keppnisleyfi verið gefið út allt að 7 dögum frá lokadegi félagaskiptatímabils.

Tímabundin félagaskipti

Lágmarkstími tímabundinna félagaskipta er á milli tveggja félagaskiptatímabila. Félög geta því ekki lánað leikmenn eftir 11. maí. Leikmenn sem voru lánaðir á milli félaga í glugganum sem nú brátt tekur enda, geta ekki verið kallaðir til baka fyrr en glugginn opnast aftur, í fyrsta lagi 29. júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Everton og Forest berjast um sama öfluga framherjann

Everton og Forest berjast um sama öfluga framherjann
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vel heppnuð aðgerð og vonast til að allt fari vel að lokum

Vel heppnuð aðgerð og vonast til að allt fari vel að lokum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bonnie Blue blandar sér í málin – Klár í að sofa hjá þeim öllum til að losa um streitu

Bonnie Blue blandar sér í málin – Klár í að sofa hjá þeim öllum til að losa um streitu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Boðar það að funda með Sterling sem gæti fengið annað tækifæri hjá Chelsea

Boðar það að funda með Sterling sem gæti fengið annað tækifæri hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tottenham staðfestir kaup á enska landsliðsmanninum – Fer í númerið sem Gylfi bar hjá Spurs

Tottenham staðfestir kaup á enska landsliðsmanninum – Fer í númerið sem Gylfi bar hjá Spurs
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fabregas vill þrælefnilegan Svía

Fabregas vill þrælefnilegan Svía
433Sport
Í gær

Alonso mátaður við stjórastólinn hjá þremur liðum – Tvö þeirra á Englandi

Alonso mátaður við stjórastólinn hjá þremur liðum – Tvö þeirra á Englandi
433Sport
Í gær

Miðsvæðið áfram í forgangi á Old Trafford – Þessir fjórir eru á blaði

Miðsvæðið áfram í forgangi á Old Trafford – Þessir fjórir eru á blaði