fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
433

Rangnick refsar drengnum unga sem sparkaði í leikmenn Liverpool

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 6. maí 2022 12:00

Hannibal Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ralf Rangnick ákvað að refsa Hannibal Mejbri ungum miðjumanni félagsins eftir að hann hafði sparkað í leikmenn Liverpool í leik liðanna á dögunum.

Hannibal Mejbri fékk tækifæri í nokkrar mínútur í tapi United gegn Liverpool á Anfield. Hannibal mætti æstur til leiks og sparkaði nokkrum sinnum í leikmenn Liverpool.

Gary Neville hrósaði Hannibal fyrir innkomuna og sagði að hann hefði sýnt stolt í þessum grannaslag en Rangnick var ekki á sama máli.

Rangnick kallaði Hannibal á fund sinn eftir leikinn og lét hann vita að svona framkoma innan vallar væri ekki honum að skapi.

Til að refsa Hannibal ákvað Rangnick að miðjumaðurinn ungi fengi ekki að æfa áfram með aðalliðinu og setti hann aftur í varaliðið.

Rangnick lætur af störfum á næstu vikum sem þjálfari liðsins og Erik ten Hag tekur við sem knattspyrnustjóri liðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi

Sjáðu stórbrotið mark Tryggva í Eistlandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Víkingar skoruðu átta mörk og settu met

Víkingar skoruðu átta mörk og settu met
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Valur komið í næstu umferð

Valur komið í næstu umferð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chelsea skoðar að bjóða 80 milljónir punda í enska landsliðsmanninn

Chelsea skoðar að bjóða 80 milljónir punda í enska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ronaldo fer fram á það að stjarna Liverpool verði keypt til Sádí

Ronaldo fer fram á það að stjarna Liverpool verði keypt til Sádí
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tíðindi frá Englandi – United með nýtt tilboð í Mbeumo sem gæti endað í 70 milljónum punda

Tíðindi frá Englandi – United með nýtt tilboð í Mbeumo sem gæti endað í 70 milljónum punda
433Sport
Í gær

Umboðsmaður Sancho mættur til Ítalíu til að reyna að klára hlutina

Umboðsmaður Sancho mættur til Ítalíu til að reyna að klára hlutina
433Sport
Í gær

Svona gæti byrjunarlið Liverpool orðið – Vilja Isak og enska landsliðsmanninn

Svona gæti byrjunarlið Liverpool orðið – Vilja Isak og enska landsliðsmanninn