Manchester United hefur rift samningi sínum við Aeroflot flugfélagið frá Rússlandi en félagið hefur átt í samstarfi við félagið síðustu ár.
Aeroflot er að hluta í eigu ríksins í Rússlandi en Vladimir Putin og hans stjórnvöld eiga 51 prósent í fyrirtækinu.
Aeroflot hefur flutt leikmenn United til og frá Evrópuleikjum en nú er ljóst að samningum hefur verið rift. Er það gert vegna innrásar Rússlands í Úkraínu.
18 mánuður voru eftir af samningi United og Aeroflot en í gær rifti Schalke samningi sínum við Gazprom sem einnig er í eigu ríkisstjórnar Rússlands.
Aeroflot er bannað að fljúga til Englands vegna ákvörðunar Vladimir Putin að ráðast inn í Úkraínu.
#mufc spokesperson: “In light of events in Ukraine, we have withdrawn Aeroflot’s sponsorship rights. We share the concerns of our fans around the world and extend our sympathies to those affected.”
— Mark Critchley (@mjcritchley) February 25, 2022