Jóhann Berg Guðmundsson var sendur í aðgerð í flýti í vikunni vegna botnlangabólgu og var botlangi hans fjarlægður. Þetta staðfesti Jóhann í samtali við 433.is.
Kantmaðurinn fór á sjúkrahús um miðja nótt vegna verkja og var sendur í aðgerð vegna þess.
Jóhann verður ekki með Burnley gegn Watford um helgina en frá þessu greindi Sean Dyche stjóri liðsins í dag.
Burnley er að snúa til baka eftir tveggja vikna frí en liðið gerði jafntefli við Arsenal í síðustu umferð.
Um er að ræða afar mikilvægan leik á laugardag þar sem bæði lið eru að berjast um að halda sér í deildinni.
💬 "Johann Berg Gudmundson has been out with appendicitis, Charlie Taylor is touch-and-go, Ashley Barnes is getting back fit and Maxwel is now back with us." #BURWAT | #UTC pic.twitter.com/mtv83wLT0e
— Burnley FC (@BurnleyOfficial) February 3, 2022