fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Ranieri rekinn frá Watford

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 24. janúar 2022 18:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalski knattspyrnustjórinn Claudio Ranieri hefur verið rekinn frá Watford eftir slæmt gengi liðsins að undanförnu. BBC segir frá.

Ranieri var ráðinn knattspyrnustjóri Watford þann 4. október 2021 og var aðeins við stjórnvölinn í 14 leikjum liðsins. Síðasti leikur Watford var 3-0 tap gegn Norwich á heimavelli og féll liðið í fallsæti með tapinu.

Watford leitar nú að fimmtánda knattspyrnustjóra félagsins síðan að Pozzo fjölskyldan tók yfir árið 2012.

Ranieri, sem vann ensku úrvalsdeildina með Leicester tímabilið 2015-16, skrifaði undir tveggja ára samning við Watford eftir að Xisco Munoz var látinn taka poka sinn.

Watford vann hins vegar aðeins tvo leiki undir stjórn hans og situr liðið í 19. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti.

Næst leikur liðsins er á útivelli gegn Burnley þann 5. febrúar næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Í gær

Algjör U-beygja hjá Xavi

Algjör U-beygja hjá Xavi
433Sport
Í gær

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“