fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433

Conte vill að Tottenham noti tækifærið í janúarglugganum

Ísak Gabríel Regal
Þriðjudaginn 18. janúar 2022 21:16

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, viðurkenndi að félagið gæti þurft að nota tækifærið í janúarglugganum og bæta í leikmannahópinn.

Ítalinn á enn eftir að kaupa einn einasta leikmann til félagsins en hans menn eru taplausir í deildinni síðan hann tók við stjórnvölunum í nóvember.

Conte hefur hins vegar fundað með Fabio Paratici, yfirmanni knattspyrnumála, og Daniel Levy, stjórnarformanni félagsins um möguleg leikmannakaup í janúarglugganum.

Tottenham er í sjötta sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir West Ham í fjórða sæti en þeir hvítklæddu eiga fjóra leiki til góða á granna sína í Lundúnum.

Þessi fyrrum stjóri Chelsea og ítalska landsliðsins vill bæta í sóknarleik liðsins og fá til sín skapandi miðjumann og annan sóknarmann. Hann segir að hans menn þurfi á liðsauka að halda en segir jafnframt snúið að gera góð kaup í janúarglugganum.

Ég veit að janúarglugginn er alltaf erfiður og það er auðveldara að kaupa leikmenn í upphafi tímabils,“ sagði Conte.

Það er ekki auðvelt í janúar, en á sama tíma þá vitum við að ef tækifæri gefst, þó að það sé ekki besta tækifærið, þá þurfum við að gera eitthvað.

Ég endurtek að þetta er kannski ekki besti tíminn en ég tel okkur vera í stöðu þar sem við þurfum að bæta í leikmannahópinn því hann er ekki svo stór. “

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður

Eftir vonbrigðin í gær hefur Pep ákveðið hvert aðalskotmark sitt í sumar verður
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona

Eiginkona Gundogan blandar sér í stríðið í klefanum hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær

Tveir leikmenn báðu um að taka ekki vítaspyrnu í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Öll stærstu lið Englands vilja sækja þennan bita frá Úkraínu í sumar

Öll stærstu lið Englands vilja sækja þennan bita frá Úkraínu í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Netverjar hafa tekið eftir atviki sem sást ekki í sjónvarpi – Hafði líklega mikil áhrif á úrslit gærkvöldsins

Netverjar hafa tekið eftir atviki sem sást ekki í sjónvarpi – Hafði líklega mikil áhrif á úrslit gærkvöldsins
433Sport
Í gær

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti

Ronaldo vinnur skaðabótamál gegn Juventus – Fær 1,5 milljarð plús vexti
433Sport
Í gær

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls