fbpx
Miðvikudagur 06.júlí 2022
433Sport

Lögfræðingar telja miklar líkur á því að Gylfi Þór verði ákærður

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. janúar 2022 12:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögfræðingar sem ræddu við Morgunblaðið telja meiri líkur en minni á því að Gylfi Þór Sigurðsson verði ákærður á næstu dögum. Gylfi var handtekinn í júlí og er sakaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.

Gylfi hefur verið laus gegn tryggingu frá handtöku en um helgina var það framlengt til miðvikudags. Búist er við tíðindum af máli Gylfa í vikunni.

„Þeir lög­fræðing­ar sem mbl.is hef­ur rætt við segja ým­is­legt benda til þess að Gylfi Þór verði ákærður í vik­unni enda lít­il ástæða fyr­ir lög­reglu að fram­lengja trygg­ing­una um nokkra daga ef það á að fella málið niður nokkr­um dög­um síðar,“ segir í frétt Morgunblaðsins.

Gylfi Þór var handtekinn á heimili sínu en ekkert hefur komið fram um hvað nákvæmlega Gylfi er sakaður. Gylfi er 32 ára gamall en samningur hans við Everton er á enda í sumar. Líklegast hefur Gylfi spilað sinn síðasta leik fyrir félagið en Everton hefur ekki notað hann frá því málið kom upp.

Verði ákært í málinu munu fara fram réttarhöld í Manchester. Gylfi hefur samkvæmt enskum blöðum harðneitað sök í málinu.

Málið var einnig til umræðu í útvarpsþættinum Fótbolta.net um liðna helgi. „Ég kannaði nú aðeins landslagið hjá mínum lögfróðu vinum. Það eru flestir á því að þetta líti ekki vel út, ef þetta væri á Íslandi þá eru þetta skefileg tíðindi. Það er enginn sem menntar sig í breskri lögfræði til að vinna á Íslandi, þau eru allt öðruvísi,“ sagði Benedikt Bóas Hinriksson í þættinum.

„Menn voru flestir sammála um að þetta væru ekki góð tíðindi.“

Elvar Geir Magnússon stjórnandi þáttarins hafði þetta að segja. „Möguleg vísbending um að það sé verið að klára ákæru. Við vitum ekkert, Gylfi hefur ekkert tjáð sig opinberlega frá handtöku í júlí.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Veislan hefst á Old Trafford í dag

Veislan hefst á Old Trafford í dag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Birtir mynd af áverkunum eftir brotið í Malmö sem umdeildi dómarinn sá ekkert að

Birtir mynd af áverkunum eftir brotið í Malmö sem umdeildi dómarinn sá ekkert að
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hvernig fékk leikmaður Malmö ekki rautt? – Fór með takkana í höfuð Halldórs Smára

Hvernig fékk leikmaður Malmö ekki rautt? – Fór með takkana í höfuð Halldórs Smára
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs sammála dómaranum: Tel þetta vera rautt spjald

Arnar Gunnlaugs sammála dómaranum: Tel þetta vera rautt spjald
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu rauða spjaldið fáránlega sem Kristall fékk í kvöld

Sjáðu rauða spjaldið fáránlega sem Kristall fékk í kvöld
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Óvinir í enska boltanum en skelltu sér saman á tónleika á Ibiza

Óvinir í enska boltanum en skelltu sér saman á tónleika á Ibiza
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu byrjunarlið Víkings gegn Malmö í Meistaradeildinni – Tvær breytingar

Sjáðu byrjunarlið Víkings gegn Malmö í Meistaradeildinni – Tvær breytingar
433Sport
Í gær

Partey ferðaðist ekki með Arsenal eins og fullyrt var í morgun – Blaðamaðurinn biðst afsökunar

Partey ferðaðist ekki með Arsenal eins og fullyrt var í morgun – Blaðamaðurinn biðst afsökunar