fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Þýski boltinn: Þægilegt hjá Dortmund

Helga Jónsdóttir
Föstudaginn 14. janúar 2022 21:28

Erling Haaland / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einum leik var að ljúka í þýsku deildinni nú í kvöld en þar tók Dortmund á móti Freiburg. Heimamenn unnu þar öruggan sigur.

Thomas Meunier kom Dortmund yfir strax á 14. mínútu með góðum skalla eftir sendingu frá Julian Brandt. Meunier var aftur á ferðinni rúmum stundarfjórðungi síðar er hann tvöfaldaði forystu heimanna með skalla, aftur eftir sendingu frá Brandt.

Erling Braut Haaland skoraði þriðja markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan 3-0 er flautað var til hálfleiks.

Ermedin Demirovic minnkaði muninn eftir rúmlega klukkustundarleik en Erling Haaland skoraði fjórða mark heimamanna á 75. mínútu og jók aftur forystuna. Mahmoud Dahou skoraði fimmta markið undir lok leiks og gulltrygði góðan sigur Dortmund.

Dortmund er í 2. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Bayern sem á þó leik til góða.

Dortmund 5 – 1 Freiburg
1-0 Thomas Meunier (´14)
2-0 Thomas Meunier (´29)
3-0 Erling Braut Haaland (´45+1)
3-1 Ermedin Demirovic (´61)
4-1 Erling Braut Haaland (´75)
5-1 Mahmoud Dahoud (´86)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli