fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
433Sport

Jóhann Berg: „Þetta hefur verið hálf skrýtið“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 7. september 2021 14:00

Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Staðan er nokkuð góð, við sjáum hvort ég nái í liðið. Það er allt í góðu,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson leikmaður landsliðsins á fréttamannafundi í Laugardalnum í dag. Jóhann var ekki klár í slaginn gegn Norður-Makedóníu á sunnudag en gæti spilað gegn Þýskalandi á morgun.

Jóhann var fyrirliði Íslands gegn Rúmeníu á fimmtudag í síðustu viku og var stoltur af því. „Það var gríðarlega gaman, forrétindi að vera í þeirri stöðu. Öllum ungum krökkum dreymir um að leiða liðið út í svona leik, maður hefði viljað betri úrslit en það kemur,“ sagði Jóhann en Ísland tapaði leiknum.

Jóhann horfði á íslenska liðið eiga slæman leik gegn Norður Makedóníu á sunnudag en liðið átti fínan endapsrett og bjargaði stigi.

„Maður sá það síðustu tuttugu mínúturnar hvernig við eigum að spila, fyrri hálfleikur var ekki nógu góður. Mörk breyta leikjum því við fengum færi snemma leik, mér fannst vanta hraða með og án bolta. Pressan var ekki alveg að ganga, við höfum farið vel yfir það. Þjálfararnir hafa verið með flotta fundi og sagt frá því hvað þeir ætlast til af íslenska liðinu. Mér finnst við þurfa að gera betur.“

Mikið hefur rætt og ritað um landsliðið eftir að stjórn sambandsins og formaðurinn sagði starfi sínu lausu.

„Umtalið í kringum liðið hefur verið eins og það er. Það er erfitt fyrir suma og aðrir taka þessu betur. Ungu strákarnir eru frábærir í fótbolta. Þeir eiga eftir að læra heilmilið að vera í kringum eldri leikmennina. Þeir finna hvað það þarf til að ná í úrslit í íslenska landsliðinu Við erum ekki Þýskaland eða Portúgal, það eru ákveðnir hlutir sem við þurfum að gera til að ná í úrslit.“

„Þetta hefur verið hálf skrýtið, við getum bara farið inn á völlinn og gert okkar besta. Við gerum það allir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald

Stjarnan hafði betur gegn Val – Bjarni Mark fékk heimskulegt rautt spjald
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast

Svona var byrjunarliðið þegar Manchester United mætti Coventry síðast
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur

Ten Hag útilokar það að Sancho spili fyrir sig aftur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
433Sport
Í gær

Hartman í Val

Hartman í Val
433Sport
Í gær

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?