fbpx
Föstudagur 22.október 2021
433Sport

Hjörvar um Arnar: ,,Átti aldrei að labba um atvinnulaus“

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 22. september 2021 19:00

Hjörvar Hafliðason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason, Dr. Football, hrósaði Arnari Grétarssyni, þjálfara KA, í hástert í nýjasta þætti sínum.

Arnar tók við KA um miðjan júlí í fyrra. Þá var liðið aðeins með 4 stig eftir sex umferðir í Pepsi Max-deild karla. Undir hans stjórn endaði KA í sjöunda sæti deildarinnar.

Í ár hefur gengi Akureyringa verið frábært. Liðið er í þriðja sæti með 39 stig þegar ein umferð er eftir.

Arnar var látinn fara frá Breiðabliki árið 2017. Næsta starf hans í þjálfun var hjá Roeselare í Belgíu árið 2019. KA fékk hann svo til sín í fyrra, 2020.

Hjörvar er hissa á því að eins stór biti og Arnar hafi verið laus eins lengi og raun bar vitni.

,,Arnar Grétarsson er búinn að gera meiriháttar hluti fyrir norðan og verður ábyggilega eftirsóttur. Arnar Grétarsson átti aldrei að labba um atvinnulaus þjálfari í 1-2 ár,“ sagði Hjörvar í þættinum.

,,Það er ánægjulegt að fá hann aftur, hann er hörku, hörku þjálfari,“ bætti hann við.

KA fær FH í heimsókn í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar. Vinni liðið þann leik gulltryggir það sér þriðja sætið.

Arnar Grétarsson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þjarmaði að Ingvari sem gerði upp á milli Heimis Hallgríms og Arnars

Þjarmaði að Ingvari sem gerði upp á milli Heimis Hallgríms og Arnars
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Íslendingur breytti 120 krónum í milljón

Íslendingur breytti 120 krónum í milljón
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jack Wilshere hefði getað farið til Derby í sumar – „Ég talaði við Rooney“

Jack Wilshere hefði getað farið til Derby í sumar – „Ég talaði við Rooney“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eigendur Newcastle í viðræðum við Paulo Fonseca – Eddie Howe og Roberto Martinez einnig orðaðir við félagið

Eigendur Newcastle í viðræðum við Paulo Fonseca – Eddie Howe og Roberto Martinez einnig orðaðir við félagið
433Sport
Í gær

Meint ástkona Icardi stígur fram: Sakar hann um lygar eftir að eiginkonan sagði hann hafa haldið framhjá sér – Lífið mun sjá um þessar litlu tíkur

Meint ástkona Icardi stígur fram: Sakar hann um lygar eftir að eiginkonan sagði hann hafa haldið framhjá sér – Lífið mun sjá um þessar litlu tíkur
433Sport
Í gær

53 milljón króna Rolls Royce bifreið Pogba slapp ósködduð – Var nokkrum metrum frá stórtjóni

53 milljón króna Rolls Royce bifreið Pogba slapp ósködduð – Var nokkrum metrum frá stórtjóni
433Sport
Í gær

Segir einn leikmann íslenska landsliðsins vera á vörum allra í Danmörku – ,,Hann er góður knattspyrnumaður en klikkaður“

Segir einn leikmann íslenska landsliðsins vera á vörum allra í Danmörku – ,,Hann er góður knattspyrnumaður en klikkaður“
433Sport
Í gær

Þjálfari Bayern fluttur til Þýskalands með sjúkraflugvél

Þjálfari Bayern fluttur til Þýskalands með sjúkraflugvél