fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Davíð Smári áfrýjar þungri refsingu – Lögmaður hans rifjar upp atvik af svipuðum toga

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 21. september 2021 08:48

Davíð Smári til hægri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Smári Lamude þjálfari Kórdrengja hefur áfrýjað fimm leikja banni sem Knattspyrnusamband Íslands dæmdi hann í. Bannið tók gildi í síðustu viku.

„Ég er ánægður með þetta, þeir eru grjótharðir og hafa áfrýjað málinu inn í KSÍ. Hann tekur alltaf út leik á föstudaginn á móti Vestra og svo hafa þeir allan veturinn til að hamast í KSÍ,“ sagði Mikael Nikulásson í hlaðvarpsþættinum The Mike Show í dag.

Davíð fékk rautt spjald gegna vegna hegðunar hans við Egil Arnar Sigurþórsson, dómara á leik liðsins við Fram í Lengjudeildinni á dögunum. Davíð fékk rautt spjald í leiknum fyrir kjaftbrúk. Framarar jöfnuðu leikinn í 2-2 stuttu síðar. Á þessum tímapunkti var leikurinn kominn í uppbótartíma. Eftir markið reiddist Davíð og labbði að Agli dómara til þess að láta hann heyra það.

Þjálfaranum var að endingu komið í burtu. Honum tókst þó til að mynda að hrifsa spjöld dómarans af honum í látunum. Davíð telur að refsing sín sé alltof þung og kemur það meðal annars fram í bréfi lögmanns sem sent var á áfrýjunardómstól KSÍ.

„Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja hefur falið undirrituðum að fara með máls hans fyrir Áfrýjunardómstóli KSÍ,“ segir í bréfi sem lögmaðurinn Stefán Karl Kristjánsson ritar og sendir á KS

Bréfið má svo lesa í heild hér að neðan.

Krafa:
Þess er krafist að 5 leikja bann það sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ gerði Davíði Smára þann 14. september 2021 verði stytt.

Málsatvik
Davíð Smári hlaut rautt spjald vegna framkomu sinnar í leik Kórdrengja og Fram laugardaginn 11. september 2021. Dómari leiksins skilaði inn skýrslu sinni um ofsalega framkomu Davíðs Smára. Var andsvörum skilað vegna skýrslunnar þann 14. september en síðar þann sama dag úrskurðaði nefndin um 5 leikja bann Davíðs Smára. Þar sem um annað rautt spjald hans var að ræða á tímabilinu má ætla að 2 leikir af banninu séu vegna þess en þá standa eftir þrír leikir sem hann fær vegna framkomunnar.

Áfrýjunarheimild
Áfrýjunarheimild er í a lið gr. 16.2 í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál sem og í a) gr. 4.2. í reglugerð um áfrýjunardómstól KSÍ.

Málsmeðferð
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ kvað á um 5 leikja bann Davíðs Smára. Enginn rökstuðningur fylgdi úrskurði nefndarinnar né heldur mátti sjá nokkra afstöðu til þeirra atriða sem tilgreind voru Davíð Smára til varnar. Virðist ákvörðun nefndarinnar fremur bundin geðþótta en hreinum rökstuðningi. Eins og áður er getið má ætla að 2 leikir af 5 séu vegna annars rauðs spjald en þá er aðeins um ágiskun að ræða. Standa þá eftir þrír leikir sem ætla má að sé viðbótarrefsing eða þyngd refsing Davíðs Smára. Áfrýjandi á ekki annarra kosta völ en að áfrýja máli þessu til þess að fá rökstuðning fyrir því langa banni sem honum er gert að sæta. Er þetta bann þannig ekki í samræmi við önnur kunn dæmi af ofsafenginni framkomu leikmanna í garð dómara

Kassim Doumbia
Kassim fékk 3 leikja bann fyrir hegðun sína í leik FH og Breiðablik 21. júlí 2014. Veittist hann þar að dómara leiksins Þorvaldi Árnasyni, greip í hendi hans, og tók af honum rautt spjald sem Þorvaldur hafði gefið honum. Fékk Kassim 2 leiki í bann fyrir hegðun sína og 1 leik fyrir rauða spjaldið. Kassim fékk síðan 4 leikja bann fyrir hegðun sína í lokaleik FH og Stjörnunnar árið 2014. Eftir að leik lauk trylltist Kassim algerlega og þurftu leikmenn FH að halda honum tökum svo hann réðist ekki á dómara leiksins. Fékk hann 2 leiki í bann fyrir hegðun og 2 leiki fyrir annað rauða spjaldið sitt það árið.

Elfar Freyr Helgason
Í september 2019 missti Elfar Freyr leikmaður Breiðabliks stjórn á skapi sínu. Hann hafði fengið að líta rautt spjald fyrir grófa tæklingu. Þegar dómari leiksins sýndi honum rauða spjaldið reif hann spöldin af dómara og grýtti þeim í grasið. Fékk Elvar 3 leikja bann þar af tvo leiki fyrir háttsemi sína.

Samantekið
Kassim fékk tvívegis 2ja leikja bann fyrir framkomu sína. Virðist því að meta verður í sitthvoru lagi þá háttsemi sem leiðir til rauða spjaldsins, þ.e. brot leikmanns og síðan til þyngingar hvað á sér stað eftir að spjald er gefið. Sú háttsemi Davíðs Smára að fara út fyrir boðvang leiddi til þess að hann fékk rautt spjald. Það er ekki hægt að nota það brot hans til refsinþyngingar heldur verður að skoða það sem gekk á í framhaldinu. Eftir að Fram skoraði jöfnunarmark sitt á 96. mínútu missti dómarinn stjórn á leiknum. Leikmenn Fram fögnuðu og leikmenn Kórdrengja þustu að dómara leiksins. Flautaði dómarinn því leikinn af. Leikur var því ekki í gangi þegar Davíð Smári kom inn á völlinn til þess að eiga orð við dómara. Úr myndasyrpu frá leiknum sem ljósmyndari fotbolti.net tók og er að finna á heimasíðu fotbolta.net sést þetta vel. Davíð Smári tók spjöldin af dómara leiksins eftir að dómari hafði flautað leikinn af. Hann grýtti þeim aldrei í jörðina eins og Elfar Freyr gerði. Hann lagði aldrei hendur á dómara eins og Kassim Doumbia gerði og hann viðhafði engin særandi og meiðandi orð eins og Egill Darri Makan Þorvaldsson leikmaður Kórdrengja varð uppvís að, skv. skýrslu dómara. Af fyrri afgreiðslu aga- og úrskurðarnefndar að dæma er refsing Davíðs Smára einfaldlega of þung. Hún er óútskýrð og illskiljanleg. Af þeim sökum er Davíð Smára nauðsynlegt að áfrýja úrskurðaðri refsingu. En Davíð Smári mun engu að síður una því að hafa fengið refsingu.

Öfugt við það sem fyrrgreindir leikmenn Elfar Freyr og Kassim gerðu þá fór Davíð Smári beint til dómara leiksins eftir að atvik róuðust og baðst afsökunar á framkomu sinni. Sætir undrun að engin sjónarmið um mildun skuli koma til skoðunar. Þá má velta því upp hvort rétt og stætt sé á að beita samlagningarreglum við ákvörðun refsingar. Fimm leikja bann án þess að snerta leikmann, án þess að snerta við dómara er þung refsing. Jafnvel þó áfrýjandi hafi brotið af sér og látið í sér heyra þá eru viðurlög næstum 25% fjarvera frá leikjum Íslandsmóts. Er þetta hart einkum þar sem frumbrot áfrýjanda og sem leiðir til 2ja leikja banns er það að hafa farið úr boðvangi. Að öðru leyti vísast til greinargerðar áfrýjanda sem send var aga- og úrskurðarnefnd KSÍ.

Virðingarfyllst
Stefán Karl Kristjánsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Algjör U-beygja hjá Xavi

Algjör U-beygja hjá Xavi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Í gær

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð
433Sport
Í gær

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti