fbpx
Þriðjudagur 26.október 2021
433Sport

Arnar Gunnlaugsson: „Ég ætla að opna eina rauðvín og horfa svo aftur á leikinn“

Helga Katrín Jónsdóttir
Sunnudaginn 19. september 2021 18:50

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur komst á topp deildarinnar með 2-1 sigri gegn KR en gríðarleg dramatík var undir lok leiks. Á sama tíma tapaði Breiðablik í Kaplakrika sem þýðir að Víkingur getur orðið Íslandsmeistari ef liðið vinnur næsta leik. Arnar Gunnlaugsson hafði þetta að segja í viðtali við Stöð 2 Sport strax eftir leik.

„Þetta var rosalegt. Þetta var bara fáránlegt,“ sagði Arnar Gunnlaugs hálf orðlaus við Stöð 2 Sport.

„Við töluðum um það í hálfleik að halda haus. Mér fannst fyrri hálfleikurinn flottur en menn voru þungir á sér eftir bikarleikinn greinilega en þeir börðust og börðust. Við megum fagna núna en svo er það bara fókus, fókus, fókus. Þetta er það rosalegasta sem ég hef lent í og ferillinn minn er búinn að vera langur. Þetta var bara geggjað,“ sagði Arnar við Stöð 2 Sport

Blikar voru í bílstjórasætinu fyrir þennan leik en þeir töpuðu fyrir FH.

„Bæði lið eiga bara skilið að vinna titilinn, bæði lið hafa verið frábær. Við erum núna komnir með yfirhöndina en þurfum að ná tökum á okkar tilfinningum og æfa vel í vikunni og þá klárum við þetta.“

Gríðarleg dramatík var undir lok leiks en KR fékk víti í uppbótartíma sem Ingvar Jónsson varði.

„Það leið svo langur tími að ég veit ekkert hvað gerðist. Línuvörðurinn hefur greinilega séð eitthvað. Ég ætla að opna eina rauðvín og horfa svo á leikinn sirka þrisvar áður en ég fer að sofa,“ sagði Arnar Gunnlaugsson að lokum við Stöð 2 Sport.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ný tíðindi um stöðu Solskjær – Aflýsti öllu og fundar með Glazer um stöðuna

Ný tíðindi um stöðu Solskjær – Aflýsti öllu og fundar með Glazer um stöðuna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Það var svona sem stuðningsmenn Liverpool stráðu salti í sár Solskjær

Það var svona sem stuðningsmenn Liverpool stráðu salti í sár Solskjær
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Margir fá sting í hjartað yfir svipbrigðum Ferguson í gær

Margir fá sting í hjartað yfir svipbrigðum Ferguson í gær
433Sport
Í gær

Þessi hegðun Solskjær eftir leik vekur mikla athygli

Þessi hegðun Solskjær eftir leik vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Leikvangur sem tekur 5000 manns á meðal þess sem finna má í hugmyndum stórhuga KR-inga – ,,Það er ekki eftir neinu að bíða“

Leikvangur sem tekur 5000 manns á meðal þess sem finna má í hugmyndum stórhuga KR-inga – ,,Það er ekki eftir neinu að bíða“
433Sport
Í gær

„Það er magnað að vera hluti af þessu liði“

„Það er magnað að vera hluti af þessu liði“