fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Kastaðist í kekki í Keflavík – „Ég get alveg staðfest það að það kom upp atvik“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 19. ágúst 2021 10:00

Sigurður Ragnar Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Eysteinn Húni Hauksson eru aðalþjálfarar Keflavíkur en liðið er í efstu deild karla og hefur staðið sig með ágætum í sumar. Keflavík er komið aftur í deild þeirra bestu en liðið er fjórum stigum fyrir ofan fallsæti þegar endaspretturinn er að hefjast.

Sigurður Ragnar kom inn í þjálfarateymi Keflavíkur fyrir tæpum tveimmur árum og hefur stýrt liðinu með Eysteini, þegar tveir þjálfarar ráða geta komið árekstrar en það eru líka kostir við það að starfa náið saman. Sigurður Ragnar var gestur í sjónvarpsþætti 433.is á Hringbraut á þriðjudag.

„Það var nýtt fyrir mér að vinna með öðrum, að við séum báðir aðalþjálfarar. Það tók okkur langan tíma að fá það til fúnkera vel, í dag fúnkerar það mjög vel,“ sagði Sigurður Ragnar sem hefur átt langan og farsælan þjálfaraferil, hann hefur meðal annars starfið í Noregi og í Kína.

„Við höfum reynt að nýta styrkleika hvor annars, það tekur oft langan tíma að komast að ákvörðun þegar það eru tveir. Sérstaklega þegar báðir eru þrjóskir eins og við erum, við höfum okkar hugmyndafræði. Stundum þarf maður að gefa eftir, það fær mann til að hugsa um hvað manni finnst mikilvægt. Við reynum að vinna þetta saman, þannig að liðið nái árangri,“ sagði Sigurður.

Kastaðist í kekki:

Í upphafi sumars bárust fréttir af því allt hefði soðið upp úr á milli Sigga og Eysteins. Fjallað var um málið í hlaðvarpsþættinum Dr. Football, Hrafnkell Freyr Ágústsson sérfræðingur þáttarins er búsettur í Reykjanesbæ og kafaði ofan í málið. „Það var pirringur í þjálfarateyminu, Eysteinn og Siggi lentu upp á kant. Það var pirringur í nokkra daga en það var svo leyst,“ sagði Hrafnkell á sínum tíma.

Hrafnkell sagði að Eysteinn hafi ekki mætt til starfa í nokkra daga eftir rifrildi þeirra. „Þetta var 5-10 dögum fyrir mót. Það var bullandi dramatík, ég held að Eysteinn hafi ekki mætt í 4-5 daga á æfingar,“ sagði Hrafnkell.

Í sjónvarpsþætti okkar á þriðjudag staðfesti Sigurður að atvikið hefði átt sér stað. „Ef við værum báðir skaplausir þá hefðum við lítið í þetta að gera, ég get alveg staðfest það að það kom upp atvik í upphafi móts. Það kom upp atvik þar sem við deildum en við náðum að leysa það og liðinu til góðs,“ sagði Sigurður.

Viðtalið er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni