fbpx
Laugardagur 21.maí 2022
433Sport

Lengjudeild karla: Eyjamenn unnu stórleikinn – Víkingur Ó. vann sinn fyrsta sigur

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 14. ágúst 2021 17:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er nýlokið í Lengjudeild karla. Leikið var í 16. umferð.

ÍBV með gríðarlega mikilvægan sigur

ÍBV heimsótti Kórdrengi í stórleik. Eyjamenn fóru með mjög mikilvægan sigur af hólmi.

Fyrri hálfleikur var fremur lokaður. Markalaust var eftir hann.

Á 54. mínútu kom Sito gestunum yfir. Það reyndist eina mark leiksins.

ÍBV er í öðru sæti deildarinnar, nú með 7 stiga forskot á Kórdrengi. Þeir eiga þó leik til góða.

Fyrsti sigur Víkings Ó. staðreynd

Víkingur Ólafsvík vann sinn fyrsta sigur í deildinni í ár á útivelli gegn Þór.

Bjartur Bjarmi Barkarson kom gestunum yfir eftir hálftíma leik.

Á 64. mínútu tvöfaldaði Kareem Isiaka forystu Víkinga. Lokatölur 0-2.

Víkingar eru enn límdir við botn deildarinnar. Nú hafa þeir 5 stig. 10 stig eru upp í Selfoss í öruggu sæti. Ólsarar eiga þó leik til góða.

Þór er í áttunda sæti með 19 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Telja að Aron Einar muni ekki gefa kost á sér í landsliðið

Telja að Aron Einar muni ekki gefa kost á sér í landsliðið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sögur á kreiki um að drengurinn ungi velji Bandaríkin frekar en Ísland

Sögur á kreiki um að drengurinn ungi velji Bandaríkin frekar en Ísland
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rose rekinn úr starfi eftir aðeins eitt ár

Rose rekinn úr starfi eftir aðeins eitt ár
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Selfoss heimsækir Aftureldingu í beinni á Hringbraut í kvöld

Selfoss heimsækir Aftureldingu í beinni á Hringbraut í kvöld
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu mörkin þegar Grótta vann í gær – Hörmuleg byrjun HK í deildinni

Sjáðu mörkin þegar Grótta vann í gær – Hörmuleg byrjun HK í deildinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að ofbeldið í gær hafi átt rétt á sér – „Fífilið átti þetta skilið“

Segir að ofbeldið í gær hafi átt rétt á sér – „Fífilið átti þetta skilið“