fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Þetta eru ensku liðin sem Ramos hafnaði fyrir PSG

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 9. júlí 2021 17:00

Sergio Ramos.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt frétt Goal hafnaði Sergio Ramos því að ganga til liðs við bæði Arsenal og Manchester City áður en hann valdi Paris Saint-Germain.

Félagaskipti hins 35 ára gamla Ramos til PSG voru staðfest í gær. Hann gerði tveggja ára samning. Fyrr í sumar rann samningur hans við Real Madrid út. Hann kom því frítt til PSG. Varnarmaðurinn hafði verið í 16 ár í spænsku höfuðborginni.

Samkvæmt Goal vildi Ramos ekki fara til Arsenal þar sem liðið gat ekki boðið upp á fótbolta í Meistaradeild Evrópu.

Þá segir miðillinn að City hafi ekki heillað hann þar sem samningstilboð þeirra hafi innihaldið skipti til New York City, samstarfsfélags enska liðsins, í framtíðinni.

PSG hafnaði í öðru sæti frönsku Ligue 1 á síðustu leiktíð. Það þykir með öllu óásættanlegt þar á bæ. Ramos fær því það verkefni að hjálpa liðinu að endurheimta Frakklandsmeistaratitilinn, sem og að gera atlögu að sigri í Meistaradeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“