fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
433Sport

Helgi leggur skóna á hilluna eftir tímabilið – ,,Hann er varla mennskur“

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 9. júlí 2021 19:00

Helgi Valur Daníelsson, Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis, mun leggja skóna á hilluna eftir yfirstandandi keppnistímabil. Hann verður fertugur í næstu viku.

Ferill hans hefur verið merkilegur að mörgu leyti. Hann hætti knattspyrnuiðkun árið 2015 en tók skóna aftur af hilluna fyrir leiktíðina 2018. Þá skrifaði hann undir hjá Fylki.

Í fyrra meiddist hann svo illa, fjórbrotnaði á fæti. Margir héldu að ferlinum væri þá endanlega lokið en allt kom fyrir ekki. Helgi kom sterkur til baka.

,,Maður hélt að þetta væri búið þegar maður sá þetta brot í fyrra. Hann er bara varla mennskur,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson í nýjasta þætti Dr. Football.

Hörður Snævar Jónsson var einnig í þættinum og kvaðst bera mikla virðingu fyrir endurkomu Helga.

,,Maður ber mikla virðingu fyrir því að nenna því 39 ára ,ekkert að sanna, að koma til baka og gera það svona.“ 

Helgi á glæstan feril að baki en hann spilaði lengi erlendis með liðum eins og Peterborough í Englandi, Öster, Elfsborg og AIK í Svíþjóð, Hansa Rostock í Þýskalandi, Beleneses í Portúgal og AGF í Danmörku.

Þá lék hann 38 leiki með yngri landsliðum Íslands og 33 leiki með A-landsliðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sóttkví kemur líklega í veg fyrir að Varane verði kynntur til leiks í þessari viku

Sóttkví kemur líklega í veg fyrir að Varane verði kynntur til leiks í þessari viku
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu myndband sem aðdáandi tók er Rooney gekk upp á hótelherbergi með stúlkunum – Stjarnan í ansi annarlegu ástandi

Sjáðu myndband sem aðdáandi tók er Rooney gekk upp á hótelherbergi með stúlkunum – Stjarnan í ansi annarlegu ástandi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Pepsi Max deild karla: Stórsigur KR á Meistaravöllum í kvöld

Pepsi Max deild karla: Stórsigur KR á Meistaravöllum í kvöld
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sóknarlína Manchester United sú fjórða besta í deildinni

Sóknarlína Manchester United sú fjórða besta í deildinni
433Sport
Í gær

Tottenham staðfestir komu nýs leikmanns – Senda Lamela í hina áttina

Tottenham staðfestir komu nýs leikmanns – Senda Lamela í hina áttina
433Sport
Í gær

Arsenal íhugar að bjóða hátt í Ramsdale

Arsenal íhugar að bjóða hátt í Ramsdale