fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Skýtur harkalega á fyrrum vinnuveitendur sem ráku hann í fyrra – ,,Það væri búið að reka mig, 100 prósent“

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 30. júlí 2021 12:00

Mikael Nikulásson, sparkspekingur og þjálfari KFA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson segir að hann hefði ekki haldið starfi sínu sem þjálfari Njarðvíkur eins lengi og raun bar vitni í fyrra ef stigafjöldinn hefði verið svipaður og hann er í ár. Mikael var rekinn frá félaginu eftir síðustu leiktíð í 2. deild og tók Bjarni Jóhannesson við.

Undir stjórn Mikaels hafnaði Njarðvík í fjórða sæti 2. deildar með 40 stig, 3 stigum á eftir Selfoss sem fór upp í Lengjudeildina. Þess skal getið að aðeins voru leiknir 20 leikir í fyrra þar sem tímabilinu var hætt fyrr vegna kórónuveirufaraldursins.

Nú í ár er Njarðvík í fimmta sæti deildarinnar með 22 stig eftir fjórtán leiki.

,,Það væri búið að reka mig, 100 prósent,“ sagði Mikael í hlaðvarpsþættinum The Mike Show, spurður að því hvernig viðbrögð hann hefði fengið við slíku gengi í fyrra.

,,Menn bara lásu ekki leikinn. Menn hafa mismunandi mikið vit á þessu. Fullt af mönnum hafa vit á þessu, aðrir ekki. En það er ekkert málið. Það er alveg klárt, ég væri ekkert ennþá þjálfari hjá Njarðvík ef ég hefði haldið áfram og verið með 22 stig með þennan leikmannahóp. Það segir sig alveg sjálft.“

,,Menn bera fyrir sig meiðsli og annað. Þeir eru búnir að vera óheppnir með þau en þeir bara hafa verið að spila mjög leiðinlegan fótbolta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Slot staðfestir viðræður við Liverpool

Slot staðfestir viðræður við Liverpool
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“