fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
433Sport

Handalögmálin í Mosfellsbæ skoðuð – „Datt út í 30 sekúndur á versta tíma“

433
Þriðjudaginn 8. júní 2021 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má segja að það hafi soðið all hressilega upp úr í Mosfellsbæ fyrir helgi. Þar mættust Afturelding og Fjölnir í Lengjudeild karla. Elmar Kári kom Aftureldingu yfir eftir aðeins 7 mínútur. Georg Bjarnason tvöfaldaði forystuna á 65. mínútu. Þá vöknuðu Fjölnismenn og minnkaði Valdimar Ingi muninn á 86. mínútu og Jóhann Árni jafnaði nokkrum mínútum síðar og tryggði Fjölni eitt stig úr leiknum.

Mark Jóhanns Árna kom úr mjög umdeildri vítaspyrnu en annan leikinn í röð telja Mosfellingar að brotið sé á sér.

Að leik loknum sauð allt upp úr í Mosfellsbæ þar sem leikmenn beggja liða tókust á og öryggisgæslan á Fagurverksvellinum skarst í leikinn. Samkvæmt heimildum 433.is var Baldur Sigurðsson leikmaður Fjölnis tekinn hálstaki að leik loknum.

Farið var yfir leikinn í markaþætti Lengjudeildarinnar á Hringbraut í gær. „Útsendingin datt út í 30 sekúndur á versta tíma, við vitum að einhver frá Aftureldingu tók Baldur Sigurðsson hálstakti. Baldur snöggreiðist,“ sagði Hörður Snævar Jónsson stjórnandi þáttarins í gær.

Lætin stóðu yfir í stutta stuð en margir aðilar voru reiðir. „Þetta stóð yfir í 90 sekúndur áður en það tókst að stíga menn í sundur,“ sagði Hörður.

Hrafnkell Freyr, sérfræðingur þáttarins segir að þetta hafi verið erfitt verkefni fyrir dómarann. „Það er það mikið í gangi, það hefur verið erfitt fyrir dómarann að sjá hverja ætti að spjalda.“

Allir aðilar sem komu að málinu kláruðu það að leik loknum og Baldur vildi lítið gera úr látunum degi eftir leik. „Baldur var frekar rólegur yfir þessu, hann slökkti í þessu í sínu viðtali,“ sagði Hrafnkell.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Óskar Hrafn ætlar ekki að tjá sig um uppsögnina

Óskar Hrafn ætlar ekki að tjá sig um uppsögnina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eysteinn nýr framkvæmdastjóri KSÍ

Eysteinn nýr framkvæmdastjóri KSÍ
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United vill losa sig við Casemiro og fá þennan í staðinn

United vill losa sig við Casemiro og fá þennan í staðinn
433Sport
Í gær

Þetta segja veðbankarnir: Hver tekur við á Old Trafford? – Var númer eitt en er ekki sannfærður

Þetta segja veðbankarnir: Hver tekur við á Old Trafford? – Var númer eitt en er ekki sannfærður
433Sport
Í gær

Fyrsta konan til að komast upp á vegg

Fyrsta konan til að komast upp á vegg