fbpx
Þriðjudagur 22.júní 2021
433Sport

Rashford vill spila á EM – Ætlar frekar að sleppa byrjun tímabilsins með United

Helga Katrín Jónsdóttir
Sunnudaginn 6. júní 2021 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United óttast að Marcus Rashford muni missa af byrjun næsta tímabil þar sem leikmaðurinn þarf að fara í skurðaðgerð.

Sóknarmaðurinn knái hefur spilað í gegnum verki í fæti og öxl stærstan hluta tímabilsins en samkvæmt Mirror mun leikmaðurinn ekki fara í aðgerð fyrr en eftir EM en leikmaðurinn er hluti af enska landsliðshópnum fyrir stórmótið.

Talið er að Rashford muni fara í aðgerð á að minnsta kosti einum stað, líklegast á fæti.

Rashford lék 57 sinnum fyrir United í vetur og nú tekur við þétt dagskrá með enska landsliðinu á EM. Leikmaðurinn vonast til að vera stór hluti af enska landsliðinu í sumar og vildi alls ekki missa af EM þrátt fyrir þessa verki.

Ef Englendingar komast alla leið í úrslitaleikinn þá spila þeir til 11. júlí. Enska úrvalsdeildin hefst aftur 14. ágúst sem gefur Rashford takmarkaðan tíma til þess að jafna sig eftir aðgerð.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu kostulega hollenska búninga í anda kórónuveirufaraldursins

Sjáðu kostulega hollenska búninga í anda kórónuveirufaraldursins
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Pepsi Max-deild karla: Dramatískt jöfnunarmark KR í uppbótartíma

Pepsi Max-deild karla: Dramatískt jöfnunarmark KR í uppbótartíma
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Pepsi Max-deild kvenna: Öruggur sigur Stjörnunnar – Óvænt jafntefli á Hlíðarenda

Pepsi Max-deild kvenna: Öruggur sigur Stjörnunnar – Óvænt jafntefli á Hlíðarenda
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stingur félag sitt í bakið og semur við erkifjendurna

Stingur félag sitt í bakið og semur við erkifjendurna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Holstein Kiel staðfestir kaupin á Hólmberti

Holstein Kiel staðfestir kaupin á Hólmberti
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Knattspyrnustjarna í mál við Pornhub eftir að myndefni hennar rataði á vefinn

Knattspyrnustjarna í mál við Pornhub eftir að myndefni hennar rataði á vefinn
433Sport
Í gær

Opinbera hvaða félag Freyr er í viðræðum við

Opinbera hvaða félag Freyr er í viðræðum við
433Sport
Í gær

Stjarna Liverpool eyddi út myndskeiði eftir COVID-19 smit

Stjarna Liverpool eyddi út myndskeiði eftir COVID-19 smit