fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Pepsi-Max: Stjarnan að komast á skrið – Enn tapar ÍA

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 20. júní 2021 18:55

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum var að ljúka í 10. umferð Pepsi-Max deildar karla. Fylkir sigraði ÍA og Stjarnan hafði betur gegn HK.

ÍA byrjaði leikinn af krafti en Gísli Laxdal kom liðinu yfir strax á fjórðu mínútu. Hákon Ingi átti skot í stöng en Gísli var réttur maður á réttum stað og kláraði í autt markið. Helgi Valur jafnaði metin á 23. mínútu eftir stoðsendingu frá Jordan Brown.

Fylkismenn komu grimmir út í seinni hálfleik og komust yfir snemma leiks með marki frá Óskari Borgþórssyni en þetta var hans fyrsta mark í meistaraflokki. Aðeins fimm mínútum síðar skoraði Dagur Dan þriðja mark heimamanna með föstu skoti sem Dino missti inn.

Fylkir fer í 7. sæti deildarinnar með sigrinum. ÍA er á botni deildarinnar með 5 stig.

Fylkir 3 – 1 ÍA
0-1 Gísli Laxdal Unnarsson (´4)
1-1 Helgi Valur Daníelsson (´23)
2-1 Óskar Borgþórsson (´53)
3-1 Dagur Dan Þórhallsson (´59)

Stjarnan virðist vera að vakna til lífsins en þeir unnu góðan sigur gegn HK. Hilmar Árni kom Stjörnunni yfir á 24. mínútu eftir stoðsendingu frá Heiðari Ægis. Emil Atlason tvöfaldaði forystu heimamanna stuttu síðar með flottum skalla.

Stefan Alexandr Ljubicic minnkaði muninn þegar um stundarfjórðungur var eftir af venjulegum leiktíma. Aðeins mínútu síðar fékk Hilmar Árni frábært tækifæri til þess að koma Stjörnunni aftur tveimur mörkum yfir úr vítaspyrnu. Spyrnan var léleg og Arnar varði. Þetta kom ekki að sök og Stjarnan sótti þrjú mikilvæg stig.

Með sigrinum fer Stjarnan í 8. sæti deildarinnar með 10 stig. HK er í 10. sæti með 6 stig.

Stjarnan 2 – 1 HK
1-0 Hilmar Árni Halldórsson (´24)
2-0 Emil Atlason (´30)
2-1 Stefan Alexander Ljubicic (´74)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Í gær

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Í gær

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra