fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Pepsi Max-deild karla: Valur aftur á toppinn – FH og Stjarnan skildu jöfn

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 16. júní 2021 22:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er nýlokið í Pepsi Max-deild karla. Leikirnir voru hluti af 12. umferð þrátt fyrir að ekki næstum því svo margir leikir hafi verið leiknir.

Valur vann stórleikinn

Valur tók á móti Breiðabliki á Origo-vellinum. Heimamenn unnu góðan sigur.

Valur komst yfir um miðjan fyrri hálfleik þegar Damir Muminovic skoraði sjálfsmark. Stuttu fyrir leikhlé bætti Patrick Pedersen við öðru marki heimamanna. Staðan í hálfleik var 2-0.

Um miðjan seinni hálfleik gerði Guðmundur Andri Tryggvason út um leikinn fyrir Val með marki.

Árni Vilhjálmsson klóraði í bakkann fyrir blika á 77. mínútu með marki af vítapunktinum. Lokatölur 3-1.

Valur er kominn aftur á topp deildarinnar með 20 stig. Þeir eru með tveggja stiga forskot á Víking sem á þó leik til góða. Blikar eru í fimmta sæti með 13 stig.

Jafnt í Hafnarfirði

FH tók á móti Stjörnunni í Kaplakrika. Leiknum lauk með jafntefli.

Jónatan Ingi Jónsson kom heimamönnum yfir á 18. mínútu. Einar Karl Ingvarsson jafnaði um tuttugu mínútum síðar. Staðan í hálfleik var jöfn.

Hvorugu liðinu tókst að finna sigurmark í seinni hálfleiknum. Lokatölur 1-1.

FH er í sjötta sæti deildarinnar með 11 stig eftir átta leiki. Stjarnan er í níunda sæti með 7 stig eftir níu leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki