fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Pepsi Max-deild karla: Valur aftur á toppinn – FH og Stjarnan skildu jöfn

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 16. júní 2021 22:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er nýlokið í Pepsi Max-deild karla. Leikirnir voru hluti af 12. umferð þrátt fyrir að ekki næstum því svo margir leikir hafi verið leiknir.

Valur vann stórleikinn

Valur tók á móti Breiðabliki á Origo-vellinum. Heimamenn unnu góðan sigur.

Valur komst yfir um miðjan fyrri hálfleik þegar Damir Muminovic skoraði sjálfsmark. Stuttu fyrir leikhlé bætti Patrick Pedersen við öðru marki heimamanna. Staðan í hálfleik var 2-0.

Um miðjan seinni hálfleik gerði Guðmundur Andri Tryggvason út um leikinn fyrir Val með marki.

Árni Vilhjálmsson klóraði í bakkann fyrir blika á 77. mínútu með marki af vítapunktinum. Lokatölur 3-1.

Valur er kominn aftur á topp deildarinnar með 20 stig. Þeir eru með tveggja stiga forskot á Víking sem á þó leik til góða. Blikar eru í fimmta sæti með 13 stig.

Jafnt í Hafnarfirði

FH tók á móti Stjörnunni í Kaplakrika. Leiknum lauk með jafntefli.

Jónatan Ingi Jónsson kom heimamönnum yfir á 18. mínútu. Einar Karl Ingvarsson jafnaði um tuttugu mínútum síðar. Staðan í hálfleik var jöfn.

Hvorugu liðinu tókst að finna sigurmark í seinni hálfleiknum. Lokatölur 1-1.

FH er í sjötta sæti deildarinnar með 11 stig eftir átta leiki. Stjarnan er í níunda sæti með 7 stig eftir níu leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool

Þrjú félög til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða

Óhugnanlegt atvik til rannsóknar – Fylgdust með fjölskyldunni í nokkurn tíma og létu svo til skarar skríða
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar
433Sport
Í gær

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Í gær

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“

Tómas Þór segir frá óvæntum fundi í Hafnarfirði – „Ég veit ekki hvort hann hafi runnið í hálku“
433Sport
Í gær

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík

Alex Freyr skrifar undir hjá Njarðvík