Bakvörðurinn Danny Rose hefur skipt yfir til Watford frá Tottenham Hotspur. Samningur hans við Lundúnarliðið var runninn út og því fengu Watford hann á frjálsri sölu.
Watford endaði í öðru sæti ensku Championship-deildarinnar og spila því í Úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Rose spilaði sjö leiki fyrir Watford árið 2009 þegar hann var þar á láni.
✍ Danny Rose has agreed a move to Vicarage Road, we’re delighted to confirm.
Welcome back to Watford, Danny! 🐝@_AFEX
— Watford Football Club (@WatfordFC) June 16, 2021