fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Útskýrir hvers vegna hann stakk Börsunga í bakið og tók U-beygju til Parísar

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 13. júní 2021 19:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gini Wijnaldum hefur gefið útskýringu á því af hverju hann hætti við að fara til Barcelona á síðustu stundu til þess að ganga til liðs við Paris Saint-Germain.

Samningur Wijnaldum við Liverpool rann út á dögunum en það var löngu ljóst að hann yrði ekki endurnýjaður.

Það leit allt út fyrir að Hollendingurinn færi til Barcelona. Það er meira að segja talað um að læknisskoðun hafi verið skipulögð af hálfu Katalóníustórveldisins.

Allt kom þó fyrir ekki. Wijnaldum tók U-beygju til höfuðborgar Parísar og samdi við PSG. Hann segir ákvörðinina hafa verið erfiða.

,,Þetta var erfitt því ég hafði verið í viðræðum við Barcelona í nokkar vikur. Við komumst ekki að lokaniðurstöðu og PSG stóð sig aðeins betur í að taka lokaákvörðunina. Verkefnið hjá PSG heillaði mig. Þetta var erfitt val ef ég á að vera hreinskilinn. Ég hélt líka að ég færi til Barcelona en við náðum ekki að semja og þá var ég ákveðinn í því að semja við PSG,“ sagði leikmaðurinn.

Það hefur verið rætt og ritað um það að launin sem hafi verið í boði hjá PSG hafi verið tæplega helmingi hærri en þau sem honum bauðst hjá Barcelona. Dæmi þó hver fyrir sig um það hvað fékk Wijnaldum til að hoppa yfir til Parísar á síðustu stundu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton