fbpx
Sunnudagur 13.júní 2021
433Sport

Lengjudeild kvenna: Jafnt í Grindavík – Stórsigur KR

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. maí 2021 22:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í dag og í kvöld. Grindavík og Haukar gerðu jafntefli. KR vann öruggan sigur á HK.

Christabel Oduro kom Grindavík yfir gegn Haukum um miðjan fyrri hálfleik. Þær leiddu með því marki í hálfleik. Þórey Björk Eyþórsdóttir jafnaði metin fyrir gestina þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Lokatölur urðu 1-1.

Haukar eru með 4 stig eftir tvær umferðir. Grindavík er með 2 stig.

KR gerði þá góða ferð í Kórinn fyrr í dag. Þær komust yfir snemma leiks er Gígja Valgerður Harðardóttir gerði sjálfsmark. Gestirnir úr Vesturbæ tvöfölduðu forskot sitt undir lok fyrri hálfleiks með marki frá Kathleen Rebecca Pingel. Staðan í hálfleik var 0-2. Kathleen gerði út um leikinn með sínu öðru marki eftir klukkutíma leik. Margrét Edda Lian Bjarnadóttir skoraði svo fjórða mark KR um tíu mínútum síðar áður en Lára Einarsdóttir klóraði í bakkann fyrir HK undir lok leiks. Lokatölur 1-4.

KR er með 3 stig eftir tvær umferðir. HK er með 1 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íslenska þjóðin sýnir enska liðinu mikinn áhuga: Heimkoma fótboltans, sokkur og geggjaður Kalvin

Íslenska þjóðin sýnir enska liðinu mikinn áhuga: Heimkoma fótboltans, sokkur og geggjaður Kalvin
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

EM 2020: England byrjar á sigri

EM 2020: England byrjar á sigri
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Skilur ekkert hvers vegna Eriksen hneig niður – ,,Hefur enga tengingu við bóluefni“

Skilur ekkert hvers vegna Eriksen hneig niður – ,,Hefur enga tengingu við bóluefni“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Englands hefur verið birt: Enginn Grealish – Stillt upp í 4-3-3

Byrjunarlið Englands hefur verið birt: Enginn Grealish – Stillt upp í 4-3-3
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Var alls ekki sáttur með útsendinguna frá atburðarásinni skelfilegu – ,,Hún er bara galin“

Var alls ekki sáttur með útsendinguna frá atburðarásinni skelfilegu – ,,Hún er bara galin“
433Sport
Í gær

EM 2020: Þægilegt hjá Belgum í Sankti Pétursborg

EM 2020: Þægilegt hjá Belgum í Sankti Pétursborg