fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
433Sport

Garðbæingar grafa upp gömul ummæli Sölva – Þetta sagði hann fyrir tveimur árum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. maí 2021 07:00

Mynd: Breiðablik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að Garðbæingar séu ekki beint sáttir við það að þeirra efnilegasti knattspyrnumaður hafi verið seldur til Breiðabliks í gær. Breiðablik hefur gengið frá kaupum á Sölva Snæ Guðbjargarsyni frá Stjörnunni. Hann skrifar undir fjögurra ára samning við félagið í gær.

Sölvi er 19 ára miðjumaður sem hefur spilað 55 meistaraflokksleiki með Stjörnunni og skorað 9 mörk. Hann á þá 17 landsleiki að baki með yngri landsliðum Íslands. ,,Sölvi er einn efnilegasti leikmaður landsins og frábært að fá hann í okkar raðir. Við bindum miklar vonir við hann og trúym að hann muni styrkja liðið okkar mikið,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika.

Guðmundur Jóhannsson gróf í gær upp ummæli sem Sölvi lét falla í viðtali við Fótbolta.net árið 2019. Hann var þá spurður að því hvaða liði hann myndi aldrei spila fyrir.

„Það þyrfti mikið að gerast ef ég myndi fara í Breiðablik,“ sagði Sölvi árið 2019 en hann ákvað að fara í Kópavoginn í gær.

Sölvi hefur mikið verið í fréttum eftir að Rúnar Páll Sigmundsson sagði upp hjá Stjörnunni í síðustu viku, afskipti stjórnar af því að Rúnar hafi spilað Sölva í fyrstu umferð eru sögð ástæða þess að hann sagði upp.

Þá hafa aðrir líkt Sölva við snák fyrir það að hafa gengið til liðs við erkifjendur Stjörnunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Högg í maga Ronaldo og félaga

Högg í maga Ronaldo og félaga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Villa horfir til Barcelona ef Emi Martinez fer

Villa horfir til Barcelona ef Emi Martinez fer
433Sport
Í gær

Áfram allt í rugli hjá Beckham-fjölskyldunni eftir að sonurinn gerði þetta í gær

Áfram allt í rugli hjá Beckham-fjölskyldunni eftir að sonurinn gerði þetta í gær
433Sport
Í gær

KSÍ bregst við umræðu um umfang og bendir á áhugaverða niðurstöðu rannsóknar UEFA

KSÍ bregst við umræðu um umfang og bendir á áhugaverða niðurstöðu rannsóknar UEFA
433Sport
Í gær

Amorim enn og aftur spurður út í ósátta manninn

Amorim enn og aftur spurður út í ósátta manninn
433Sport
Í gær

Segir mikla blóðtöku fyrir Garðbæinga að missa Hilmar

Segir mikla blóðtöku fyrir Garðbæinga að missa Hilmar