fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
433Sport

Ferguson skilur ekki hvers vegna Mourinho gerir þetta

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. maí 2021 13:12

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sir Alex Ferguson fyrrum stjóri Manchester United áttar sig ekki á því hvers vegna knattspyrnustjórar í dag eru oftar en ekki að skrifa hluti niður á blað á meðan leik stendur.

Jose Mourinho, Brendan Rodgers og fleiri sjást iðulega með pennann á lofti þegar eitthvað gerist í leikjum þeirra liða sem þeir stjórna. Rafa Benitez varð frægur fyrir þetta þegar hann var stjóri Liverpool.

„Sem stjóri þá treysti ég alltaf á minnið mig, þú sérð leiki í dag þar sem stjórar eru skrifandi stóran hluta af leiknum. Þetta gerði ég aldrei,“ sagði Ferguson sem er einn besti og merkilegasti þjálfari í sögu fótboltans.

Ferguson segir að minnið hans hafi verið hans sterkasta vopn. „Ég hef alltaf treyst á minnið mitt, ég fór inn í klefann til leikmanna og þá var það sterkt vopn fyrir mig.“

„Ég bara skil ekki stjóra sem sitja og skrifa niður punkta allan leikinn, þú ert að skrifa og missir kannski af marki.“

Ferguson ákvað að hætta árið 2013 en mætir á flesta leiki Manchester United, þá á hann sæti í stjórn félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Óskar Hrafn ætlar ekki að tjá sig um uppsögnina

Óskar Hrafn ætlar ekki að tjá sig um uppsögnina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eysteinn nýr framkvæmdastjóri KSÍ

Eysteinn nýr framkvæmdastjóri KSÍ
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United vill losa sig við Casemiro og fá þennan í staðinn

United vill losa sig við Casemiro og fá þennan í staðinn
433Sport
Í gær

Þetta segja veðbankarnir: Hver tekur við á Old Trafford? – Var númer eitt en er ekki sannfærður

Þetta segja veðbankarnir: Hver tekur við á Old Trafford? – Var númer eitt en er ekki sannfærður
433Sport
Í gær

Fyrsta konan til að komast upp á vegg

Fyrsta konan til að komast upp á vegg