fbpx
Miðvikudagur 16.júní 2021
433Sport

Benedikt kafaði ofan í málin sem voru til umræðu á kaffistofum landsins – „Þetta sló mig“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 7. apríl 2021 08:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er búið að vera brekka innan vallar sem utan,“ sagði Benedikt Bóas Hinriksson blaðamaður á Fréttablaðinu um málefni KSÍ og íslenska landsliðsins. Benedikt skoðaði það sem verið hefur í gangi síðustu vikur, í sjónvarpsþætti 433 á Hringbraut í gær.

Það gustaði um íslenska landsliðið í fyrsta verkefni Arnars Þórs Viðarssonar og þá sérstaklega eftir tap gegn Armeníu fyrir rúmri viku. Vikurnar þar á undan höfðu hlutir utan vallar einnig vakið athygli, Benedikt krufði málið í sjónvarpsþætti okkar í gær.

Ráðgjafinn Lars Lagerback:

Það vakti athygli þegar KSÍ greindi frá því að Lars Lagerback væri mættur til starfa að hann væri tæknilegur ráðgjafi, Lagerback kannaðist ekki við það og komið hefur í ljós að hann er bara aðstoðarþjálfari Arnars.

„Þetta byrjaði þegar Lars Lagerback snýr aftur, hann snýr til baka og verður tæknilegur ráðgjafi í tilkynningu KSÍ. Í viðtali við Sindra Sverrisson á Vísi segist hann ekki vita af hverju þeir kalla hann það. Lars Lagerback verður seint tæknilegur ráðgjafi. Við erum vön ákveðinni fagmennsku síðastliðin áratug, það fór ekkert svona framhjá Lars og Heimi og síðan Frey. Menn kunna ekki alveg á verklagið, maður fyrirgefur það að ákveðnu marki,“ sagði Benedikt um málið.

Köld tuska í Laugardalinn:

Það vakti svo athygli þegar kom fram í fjárlögum til ársins 2026 að ekkert mun bóla á nýjum Laugardalsvelli næstu árin, mikil vinna hefur verið í Laugardalnum vegna málsins en það virðist ekkert þokast.

„Það sem vakti athyglina er hvernig Bjarni Ben orðar, að þjóðarleikvangur sé kominn svo stutt á veg þá sé ekki hægt að setja krónu í þetta. Þetta sló mig, það er búið að stofna undirbúningsfélag um undirbúninginn,“ sagði Benedikt.

Birkir og bannið:

Það kom aðeins fram á leikdegi gegn Þýskalandi að Birkir Már Sævarsson væri í leikbanni, þetta vissu starfsmenn KSí aðeins degi fyrir leik.

„Ég veit ekki alveg hvernig þetta virkar, ég vissi að Birkir hefði fengið rautt gegn Englandi. Ég held að það sé ekki í verkahring Arnars að hringja í UEFA og athuga hvernig þetta er. Svörin verða að liggja fyrir, við verðum að setja má standard,“ sagði Benedikt.

Viðars málið:

Fótbolti.net

Mál Viðars Arnars Kjartanssonar vakti verulega athygli allt frá því að Arnar Þór valdi hóp sinn fyrir verkefnið. Útskýringar Arnars þá rímuðu ekki við útskýringar hans eftir tapið í Albaníu.

„Á tímabili missti ég þráðinn í þessu máli, ég vissi ekki hver var að segja hvað. Svo kom systir hans með tölvupóstinn, þetta var stórkostlegt að fylgjast með þessu í aðdraganda páska,“ sagði Benedikt.

Ummæli Guðjóns hjálpuðu ekki:

Gylfi Þór Sigurðsson kom fram og svaraði umdeildum ummælum Guðjóns Þórðarsonar, Guðjón hafði farið fram með þá sögu að ósætti væri á milli Gylfa og Eiðs Smára Guðjohnsen. Gylfi sagði þetta algjöra þvælu og kæfði málið.

„Eins og Guðjón sagði þetta, hann segir að maður heyrir og heyra sögur víða og slengir því svo fram að Gylfi sé ósáttur með Eið, að sambandið þurfi að svara fyrir eitthvað sem hann heyrði. Sambandið gerði ekki annað ef það væri bara að svara sögusögnum. Að sjálfsögðu á að skrifa frétt um það sem Gaui segir, hann er goðsögn. Mér fannst Guðni (Bergsson) aðeins vera að reyna eitthvað hnýta í fjölmiðla,“ sagði Benedikt.

Umræðu um þetta má sjá í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ótrúlegur sprettur Mbappe í gær

Ótrúlegur sprettur Mbappe í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Pavard rotaðist í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vandræðaleg mistök í undankeppni HM

Vandræðaleg mistök í undankeppni HM
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Pogba hermdi eftir Ronaldo á blaðamannafundi

Pogba hermdi eftir Ronaldo á blaðamannafundi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

EM: Heimsmeistararnir byrja EM á sigri

EM: Heimsmeistararnir byrja EM á sigri
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kai Havertz telur að stuðningsmenn Chelsea hafi gert óraunhæfar kröfur

Kai Havertz telur að stuðningsmenn Chelsea hafi gert óraunhæfar kröfur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

N´Golo Kante fær alla til að brosa

N´Golo Kante fær alla til að brosa
433Sport
Í gær

Segja að United og Juventus ætli að skiptast á leikmönnum

Segja að United og Juventus ætli að skiptast á leikmönnum
433Sport
Í gær

Þjálfari Dana brjálaður út í UEFA

Þjálfari Dana brjálaður út í UEFA
433Sport
Í gær

Sjáðu dramatíkina í uppbótartíma í Grafarvogi: Tvö mörk og rautt spjald

Sjáðu dramatíkina í uppbótartíma í Grafarvogi: Tvö mörk og rautt spjald
433Sport
Í gær

Þetta eru liðin sem mæta til Íslands í Evrópuforkeppnum

Þetta eru liðin sem mæta til Íslands í Evrópuforkeppnum