fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Vill að Aubameyang verði bekkjaður – „Arteta þarf að taka stóra ákvörðun“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 5. apríl 2021 12:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Martin Keown, fyrrum leikmaður Arsenal, kallar eftir því að fyrirliði liðsins, Pierre-Emerick Aubameyang, missi sæti sitt í byrjunarliði Arsenal eftir daprar frammistöður.

„Arteta þarf að taka stóra ákvörðun varðandi Aubameyang. Hann setti fordæmi þegar hann tók leikmannninn úr byrjunarliðinu fyrir nágrannaslaginn gegn Tottenham á dögunum,“ sagði Keown.

Arsenal tapaði um helgina gegn Liverpool og frammistaða Aubameyang var ekki nógu góð. Þá hefur hann ekki náð að sýna sitt rétta andlit með Arsenal á tímabilinu, spilað 32 leiki og skorað 14 mörk.

„Ætti Arteta ekki að taka hann úr byrjunarliðinu fyrir að standa sig eins illa og hann gerði gegn Liverpool?  Ef hann heldur honum í byrjunarliðinu þá gæti hann átt hættu á því að missa virðingu leikmannahópsins,“ sagði Martin Keown, fyrrverandi leikmaður Arsenal.

Hann telur að Gabriel Martinelli ætti að fá tækifæri í byrjunarliðinu.

„Það er kominn tími til að setja inn hinn 19 ára gamla Gabriel Martinelli. Hann er góður og ætti ekki að vera sitja á bekknum,“ sagði Keown.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona