fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Bayern með níu fingur á titlinum – Alfreð klúðraði víti

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 20. apríl 2021 22:49

Alfreð Finnbogason. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fóru fram fjórir leikir í þýsku Bundesligunni í kvöld. Bayern vann sinn leik og er komið langleiðina með að vinna titilinn þar sem Leipzig tapaði á sama tíma. Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður fyrir Augsburg í tapleik gegn Frankfurt. Hann klúðraði víti í leiknum.

Eric Maxim Choupo-Moting og Joshua Kimmich skoruðu mörk Bayern snemma leiks í 2-0 sigri gegn Leverkusen. Bayern er komið með 10 stiga forskot á toppi deildarinnar þar sem Leipzig, sem er í öðru sæti, tapaði gegn Köln á sama tíma, 2-1. Leverkusen er í 6.sæti og í baráttu um Evrópusæti. Köln eru í næstneðsta sæti, 2 stigum frá Mainz sem er í síðasta örugga sætinu. Þá á Mainz tvo leiki til góða á Köln.

Arminia Bielefeld komu sér 2 stigum frá fallsvæðinu með mikilvægum 1-0 sigri gegn Schalke. Þeir hafa þó leikið tveimur leikjum meira en Hertha, sem er í 16.sæti. Schalke eru langneðstir með 13 stig.

Frankfurt kom sér þá upp í þriðja sæti deildarinnar með sigri á Augsburg, 2-0. Alfreð kom inn á sem varamaður á 65.mínútu, þá var staðan orðin 2-0. Hann fékk tækifæri til að minnka muninn af vítapunktinum en brenndi af víti sínu. Augsburg eru um miðja deild en þurfa þó líklega nokkur stig í síðustu leikjum tímabilsins til að gulltryggja sæti sitt í deildinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Isak opnar sig um dapra byrjun hjá Liverpool

Isak opnar sig um dapra byrjun hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Knattspyrnugoðsögnin snýr sér að annarri íþrótt eftir að hafa slegið í gegn í langhlaupum

Knattspyrnugoðsögnin snýr sér að annarri íþrótt eftir að hafa slegið í gegn í langhlaupum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Góð og slæm tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal

Góð og slæm tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kristófer Acox blandar sér í málin á Hlíðarenda eftir að kærasta hans og fleiri voru látnar fara – „Hefur einhliða haldið uppi sigurhefð“

Kristófer Acox blandar sér í málin á Hlíðarenda eftir að kærasta hans og fleiri voru látnar fara – „Hefur einhliða haldið uppi sigurhefð“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Jökull Andrésson í FH
433Sport
Í gær

Fyrrum þjálfari hjá United rekinn úr starfi – Var á botninum

Fyrrum þjálfari hjá United rekinn úr starfi – Var á botninum
433Sport
Í gær

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“