fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
433Sport

Tottenham búið að reka Jose Mourinho

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. apríl 2021 09:25

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham er búið að reka Jose Mourinho úr starfi knattspyrnustjóra. Mourinho tók við Tottenham á síðustu leiktíð.

Hann hafði misst tökin á gengi liðsins síðustu vikur og 2-2 jafntefli gegn Everton var naglinn í kistu hans.

Tottenham ákvað að reka Mourinho nú aðeins viku fyrir úrslitaleik enska deildarbikarsins þar sem liðið mætir Manchester City.

Mourinho var afar sigursæll í upphafi ferilsins en hann hefur nú á síðustu árum verið rekinn frá Chelsea, Manchester United og nú Tottenham.

Ryan Mason og Chris Powell munu stýra Tottenham tímabundið á meðan Daniel Levy og stjórn félagsins finnur næsta stjóra liðsins.

Mourinho hefur verið valtur í sessi síðustu vikur en hann hefur verið í stríði við leikmenn félagsins og sett marga af betri leikmönnum liðsins út í kuldann.

Mourinho skilur við Tottenham í sjöunda sæti en hann stýrði liðinu í 86 leiki, aldrei hefur hann stýrt liði í svo stuttan tíma frá því að hann tók við Porto og sló í gegn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Salah léttur og grínaðist í blaðamönnum þegar hann gekk framhjá þeim í gær

Salah léttur og grínaðist í blaðamönnum þegar hann gekk framhjá þeim í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vill ekki sjá Ísland fara sömu leið og Færeyingar – „Við erum alveg nákvæmlega jafnbrjáluð“

Vill ekki sjá Ísland fara sömu leið og Færeyingar – „Við erum alveg nákvæmlega jafnbrjáluð“
433Sport
Í gær

Stefán furðar sig á þessum stuðningsmannahópi – „Hrína eins og stungnir grísir“

Stefán furðar sig á þessum stuðningsmannahópi – „Hrína eins og stungnir grísir“
433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Setur pressu á Jesus að vera fyrsti kostur í framlínuna

Setur pressu á Jesus að vera fyrsti kostur í framlínuna
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hættir í fótbolta – Greindist með sjúkdóm eftir að hafa fallið í yfirlið á æfingu

Hættir í fótbolta – Greindist með sjúkdóm eftir að hafa fallið í yfirlið á æfingu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt í titilbaráttu og á besta skriðinu í yfir hundrað ár

Óvænt í titilbaráttu og á besta skriðinu í yfir hundrað ár