fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
433Sport

Tottenham búið að reka Jose Mourinho

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. apríl 2021 09:25

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham er búið að reka Jose Mourinho úr starfi knattspyrnustjóra. Mourinho tók við Tottenham á síðustu leiktíð.

Hann hafði misst tökin á gengi liðsins síðustu vikur og 2-2 jafntefli gegn Everton var naglinn í kistu hans.

Tottenham ákvað að reka Mourinho nú aðeins viku fyrir úrslitaleik enska deildarbikarsins þar sem liðið mætir Manchester City.

Mourinho var afar sigursæll í upphafi ferilsins en hann hefur nú á síðustu árum verið rekinn frá Chelsea, Manchester United og nú Tottenham.

Ryan Mason og Chris Powell munu stýra Tottenham tímabundið á meðan Daniel Levy og stjórn félagsins finnur næsta stjóra liðsins.

Mourinho hefur verið valtur í sessi síðustu vikur en hann hefur verið í stríði við leikmenn félagsins og sett marga af betri leikmönnum liðsins út í kuldann.

Mourinho skilur við Tottenham í sjöunda sæti en hann stýrði liðinu í 86 leiki, aldrei hefur hann stýrt liði í svo stuttan tíma frá því að hann tók við Porto og sló í gegn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina

Solskjær fái alvöru bónus ef hann kemur United í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum

Slá á sögusagnirnar – Falsfrétt sem fór á flug á samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði

Velta fyrir sér hvort ungstirni Arsenal fari annað í þessum mánuði
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun

Solskjær í jarðarför Hareide í dag – Gæti tekið við United á morgun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?

Amorim strax í áhugavert stjórastarf?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist

Arnar Gunnlaugs hótaði að labba út í beinni eftir orðræðu Alberts – Sjáðu hvað gerðist