fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Framhjáhaldið á Íslandi kostaði hann ekki sambandið – Er að verða faðir í annað sinn

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 16. apríl 2021 12:00

Foden á rassinum á Hótel Sögu en Lára tók myndina

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framhjáhald Phil Foden leikmanns Manchester City á Íslandi kostaði hann ekki sambandið með Rebecca Cooke í Bretlandi. Foden og Cooke hafa verið saman í nokkur ár en þau eru bæði tvítug að aldri í dag.

Þau urðu foreldrar í fyrsta sinn fyrir tveimur árum og nú greina ensk blöð frá því að Cooke sé aftur ófrísk. Þar segir að Foden og Cooke eigi von á stelpu á næstunni.

Meira:
Lára opnar sig um nóttina örlagaríku á Hótel Sögu – „Það var gott að kyssa hann“

Foden var í fréttum um allan heim eftir bólfarir sína á Hótel Sögu í september, hann braut þá sóttvarnarreglur ásamt Mason Grennwood þegar þeir buðu tveimur íslenskum stúlkum á hótelið. Nadía Sif og Lára Clausen fóru báðar í einkaviðtöl við ensk blöð eftir málið og sögðu frá öllu því sem gerðist.

Foden lét stelpurnar ekki vita að hann ætti unnustu og barn en Cooke fyrirgaf Foden og blómstrar ást þeirra sem aldrei fyrr.

Foden á kærustu og barn og eignast nú sitt annað barn með Cooke.

Hrósaði rassi Láru:

Lára Clausen fór í einkaviðtal við Daily Mail í september um málið og sagði frá því að hún og Foden hafi stundað kynlíf á Hótel Sögu. „Þetta var mjög gaman, Mason var að tala um hversu flottan rass ég væri með. Mér leið vel með þeim, ég var komin í föt. Hann talaði um þetta við Phil, ég sagðist heyra í þeim og Mason fannst það allt í lagi,“ sagði Lára við Daily Mail í september en Mason Greenwood framherji Manchester Untied var með Nadíu, vinkonu hennar.

„Phil sagði að ég væri flott og var sammála um að rassinn minn væri flottur. Ég held að Phil hafi notið þess að vera með mér, hann talaði fallega um mig. Hann sagði mér að ég væri falleg, hann faðmaði mig og sagði við Mason að ég væri stelpa sem ætti að halda í.“

„Phil tjáði mér að hann hefði notið stundarinnar og kyssti mig. Hann sagði mér að vera í sambandi,“ sagði Lára og Foden bætti henni svo við á Snapchat. „Ég sendi honum mynd af mér og hann sagði að ég væri falleg.“

Samskipti þeirra hafa síðan þá ekki verið mikil enda var Foden rekinn úr landsliðinu vegna málsins en hefur þó snúið aftur, þá var málið á forsíðum blaða í Englandi í marga daga.

Phil Foden og Rebecca Cooke.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“