fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
433Sport

Þetta væri Luke Shaw að gera ef knattspyrnuferillinn hefði ekki farið á flug

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 17:40

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luke Shaw, vinstri bakvörður Manchester United, átti á sínum tíma varaplan ef draumur hans um að gerast atvinnumaður í knattspyrnu hefði ekki ræst.

Luke Shaw hefur átt virkilega gott tímabil í liði Manchester United og hefur unnið sér inn fast sæti í byrjunarliði liðsins eftir brösótt gengi sem var þjakað af meiðslavandræðum.

Í spurt og svarað, viðtali sem birtist á heimasíðu Manchester United, var Shaw spurður að því hvað hann hefði viljað starfa við ef hann væri ekki knattspyrnumaður.

„Ég horfi mikið á þáttaraðir tengdar lögreglustörfum og sakamálum og ég hef mikinn áhuga á slíku starfi. Ég tel að ef ég hefði ekki orðið knattspyrnumaður þá gæti ég verið að vinna í einhverskonar löggæslustarfi. Ég myndi segja að ég væri þá lögreglumaður,“ var svar Luke Shaw, vinstri bakvarðar Manchester United.

Shaw gekk til liðs við Manchester United frá Southampton árið 2014 og síðan þá hefur hann leikið 178 leiki fyrir félagið, skorað 3 mörk og gefið 17 stoðsendingar. Þá á hann að baki 9 landsleiki fyrir enska landsliðið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla

Arteta íhugar að styrkja hópinn vegna meiðsla
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United

Amorim sáttur við árið hjá Manchester United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Landsliðsferli Aubameyang lýkur fyrr en áætlað var

Landsliðsferli Aubameyang lýkur fyrr en áætlað var
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Reyna að snúa við hörmulegu gengi og eru með Kanadamann á blaði

Reyna að snúa við hörmulegu gengi og eru með Kanadamann á blaði
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Moyes vill tvo leikmenn United í janúar

Moyes vill tvo leikmenn United í janúar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar

Viðurkennir að hann vilji fá Ter Stegen í janúar
433Sport
Í gær

Fjórir leikmenn fjarverandi hjá United í kvöld

Fjórir leikmenn fjarverandi hjá United í kvöld
433Sport
Í gær

Sagður vera veikur en þynnkan virðist hafa sigrað hann á ögurstundu

Sagður vera veikur en þynnkan virðist hafa sigrað hann á ögurstundu
433Sport
Í gær

Verður lítið að frétta í janúar en vilja styrkja þessar stöður í sumar

Verður lítið að frétta í janúar en vilja styrkja þessar stöður í sumar