fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Þetta væri Luke Shaw að gera ef knattspyrnuferillinn hefði ekki farið á flug

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 17:40

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luke Shaw, vinstri bakvörður Manchester United, átti á sínum tíma varaplan ef draumur hans um að gerast atvinnumaður í knattspyrnu hefði ekki ræst.

Luke Shaw hefur átt virkilega gott tímabil í liði Manchester United og hefur unnið sér inn fast sæti í byrjunarliði liðsins eftir brösótt gengi sem var þjakað af meiðslavandræðum.

Í spurt og svarað, viðtali sem birtist á heimasíðu Manchester United, var Shaw spurður að því hvað hann hefði viljað starfa við ef hann væri ekki knattspyrnumaður.

„Ég horfi mikið á þáttaraðir tengdar lögreglustörfum og sakamálum og ég hef mikinn áhuga á slíku starfi. Ég tel að ef ég hefði ekki orðið knattspyrnumaður þá gæti ég verið að vinna í einhverskonar löggæslustarfi. Ég myndi segja að ég væri þá lögreglumaður,“ var svar Luke Shaw, vinstri bakvarðar Manchester United.

Shaw gekk til liðs við Manchester United frá Southampton árið 2014 og síðan þá hefur hann leikið 178 leiki fyrir félagið, skorað 3 mörk og gefið 17 stoðsendingar. Þá á hann að baki 9 landsleiki fyrir enska landsliðið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Slot tjáir sig um Isak
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Evrópskur risi sagður undirbúa tilboð í Bruno Fernandes

Evrópskur risi sagður undirbúa tilboð í Bruno Fernandes
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Raðsigurvegarinn Matthías yfirgefur sviðið á morgun: Nýtt og spennandi hlutverk bíður – „Ég hefði aldrei fyrirgefið mér“

Raðsigurvegarinn Matthías yfirgefur sviðið á morgun: Nýtt og spennandi hlutverk bíður – „Ég hefði aldrei fyrirgefið mér“
433Sport
Í gær

Benitez verður stjóri Sverris í Grikklandi – Verður launahæstur í sögu gríska boltans

Benitez verður stjóri Sverris í Grikklandi – Verður launahæstur í sögu gríska boltans
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið – Eiginkona Arteta hálf fúl með stuðningsmenn Arsenal

Sjáðu myndbandið – Eiginkona Arteta hálf fúl með stuðningsmenn Arsenal
433Sport
Í gær

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf

Van Dijk boðaði alla leikmenn Liverpool á fund á mánudag – Ræddi alvarlega stöðu og samstöðuna sem þarf
433Sport
Í gær

Er Salah í fýlu hjá Liverpool? – Hegðun hans á samfélagsmiðlum í vikunni vekur mikla athygli

Er Salah í fýlu hjá Liverpool? – Hegðun hans á samfélagsmiðlum í vikunni vekur mikla athygli