fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Ronaldo sturlaðist um helgina

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. apríl 2021 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo leikmaður Juventus er ekki í góðu skapi þessa dagana enda gengi Juventus ekki verið gott á þessu tímabili. Juventus hefur verið í áskrift af sigri í Seriu A síðustu ár en liðið mun ekki vinna deildina í ár. Liðið er tólf stigum á eftir toppliði Inter.

Þá féll Juventus úr leik í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Porto, Ronaldo missti svo stjórn á sér í gær þegar Juventus vann Genoa.

Juventus vann 3-1 sigur en Ronaldo skoraði ekki, það fór verulega í taugarnar á Ronaldo sem fór ekki í felur með það. Að leik loknum tók hann treyjuna sína og henti henni í grasið.

Ronaldo var ósáttur með samherja sína og kýldi í vegg þegar hann gekk inn í búningsklefa, ítalskir fjölmiðlar segja frá.

Þar kemur fram að hann sé ósáttur með leikmannahóp Juventus og að hann geri kröfu á að félagið styrki leikmannahópinn all hressilega í sumar. Juventus hefur hins vegar sagt að félagið hafi ekki mikla fjármuni til að kaupa í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“