fbpx
Mánudagur 12.apríl 2021
433Sport

Leitar að manninum sem lekur öllu í fjölmiðla – Allt sauð upp úr fyrr í vikunni

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. mars 2021 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steve Bruce stjóri Newcastle leitar að manninum sem ber ábyrgð á því að leka öllu sem gerist hjá félaginu í fjölmiðla. Daily Mail sagði frá því í fyrradag að allt hefði soðið upp úr á æfingasvæði féalgsins.

Matt Ritchie kantmaður félagsins var verulega óhress með Bruce, stjórinn hafði þá skellt skuldinni á Ritchie þegar Newcastle og Wolves gerðu 1-1 jafntefli um síðustu helgi.

Á æfingasvæðinu nokkrum dögum síðar sauð allt upp úr og sagði Ritchie meðal annars að Bruce væri hugleysingi. Ljót orð féll uog þurfti að róa mannskappinn.

„Það er leki frá æfingasvæðinu og við erum að gera allt til þess að finna upprunann,“ segir Bruce við enska fjölmiðla í dag.

„Þetta gerist á æfingasvæðum um allt land í hverri viku, það er einhver nálægt okkur sem er að koma þessu í fjölmiðla. Það er það sem er mest svekkjandi í þessu, þetta gerist mjög oft á æfingasvæðum.“

Þetta er ekki fyrsta vonda fréttin sem lekur út af æfingasvæði Newcastle en ensk götublöð virðast fá allt beint í æð af svæðinu.

Ricthie hefur beðist afsökunar á hegðun sinni og Bruce segist sjá eftir því að hafa kennt honum um markið sem Wolves skoraði.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Solskjær ósáttur við Son – „Ef hann væri sonur minn þá fengi hann ekki að borða“

Solskjær ósáttur við Son – „Ef hann væri sonur minn þá fengi hann ekki að borða“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sheffield United reyndist engin fyrirstaða fyrir Arsenal

Sheffield United reyndist engin fyrirstaða fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Það sauð á stuðningsmönnum Manchester United: Hársbreidd frá því að stúta sjónvarpinu – „Son er því miður aumingi“

Það sauð á stuðningsmönnum Manchester United: Hársbreidd frá því að stúta sjónvarpinu – „Son er því miður aumingi“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sneri aftur á knattspyrnuvöllinn eftir langvinn meiðsli – Íhugaði að leggja skóna á hilluna

Sneri aftur á knattspyrnuvöllinn eftir langvinn meiðsli – Íhugaði að leggja skóna á hilluna