fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Slagsmál í leik Bournemouth og Watford – Tvö rauð spjöld

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 27. febrúar 2021 15:10

Skjáskot úr myndbandinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bournemouth og Watford mættust í dag á Vitality-vellinum, heimavelli Bournemouth, í ensku Championship-deildinni í dag. Fyrir leikinn voru Bournemouth í sjöunda sæti deildarinnar með 49 stig en Watford í því þriðja með 60 stig. Bæði lið féllu úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og eru í harðri baráttu um að komast aftur upp í deild þeirra bestu.

Liðin buðu upp á hörku leik en það voru heimamenn í Bournemouth sem fóru með sigur af hólmi með marki frá Arnaut Danjuma á 61. mínútu.

Tvö rauð spjöld voru gefin í leiknum en bæði komu alveg undir lok uppbótartímans. Joao Pedro, framherji Watford, fékk sitt annað gula spjald á tveimur mínútum og var sendur í sturtu á sjöttu mínútu uppbótartíma. Eftir tæklinguna sauð allt upp úr á milli liðana og var Jack Wilshere, leikmanni Bournemouth, einnig vikið af velli með sitt annað gula spjald en hann hafði einnig fengið sitt fyrra gula spjald aðeins nokkrum mínútum áður.

Myndband af slagsmálunum má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“