fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Evrópudeildin: Manchester United áfram í 16-liða úrslit – Leicester úr leik eftir óvænt tap

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 21:53

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar lauk í kvöld með nokkrum leikjum. Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar eftir samanlagðan 4-0 sigur á Real Sociedad og Leicester City datt óvænt úr leik eftir tap gegn Slavia Prag.

Manchester United tók á móti Real Sociedad á Old Trafford í Manchester. Heimamenn höfðu unnið fyrri leikinn 4-0 og voru því með örugga forystu fyrir seinni leikinn í kvöld.

Ekkert mark var skorað og því fer Manchester United áfram í 16-liða úrslit keppninnar eftir samanlagðan 4-0 sigur úr einvíginu.

Það urðu heldur betur óvænt úrslit á King Power vellinum í Leicester þar sem heimamenn lentu í kröppum dansi við Slavia Prag. Fyrri leikur liðanna endaði með markalausu jafntefli.

Það voru leikmenn Slavia Prag sem reyndust sterkari í kvöld. Lukas Provod kom gestunum yfir mað marki á 49. mínútu og Abdallah Dipo Sima innsiglaði 2-0 sigur liðsins með marki á 79. mínútu.

Leicester City er því úr leik eftir samanlagðan 2-0 ósigur gegn Slavia Prag, heldur betur óvænt úrslit.

Liðin sem eru búin að tryggja sér sæti í 16- liða úrslitum: Tottenham, Molde, Ajax, Arsenal, Granada, Rangers, Shakhtar, Villarreal, Young Boys, Dinamo Zagreb, Roma, Slavia Prag, AC Milan, Manchester United, Dynamo Kyiv, PSV

PSV 2 – 0 Olympiacos (Samanlagt 4-3 sigur PSV)
1-0 Zahavi (’23)
2-0 Zahavi (’44)
2-1 Koka (’88)

Bayer Leverkusen 0 – 2 Young Boys (Samanlagt 6-3 sigur Young Boys)
0-1 Siebatcheu (’48)
0-2 Fassnacht (’86)

Dinamo Zagreb 1 – 0 Krasnodar (Samanlagt 4-2 sigur D.Zagreb)
1-0 Orsic (’31)

Roma 2 – 1 Braga (Samanlagt 5-1 sigur Roma)
1-0 Dzeko (’24)
2-0 Carles Perez (’75)
2-1 Cristante (’88, sjálfsmark)
3-1 Borja Mayoral (’90+1)

Leicester 0 – 2 Slavia Prag (Samanlagt 2-0 sigur S.Prag)
0-1 Provod (’49)
0-2 Dipo Sima (’79)

AC Milan 1 – 1 Crvena Zvezda (AC Milan vinnur á útivallarmörkum, 3-3)
1-0 Kessié (‘9)
1-1 Ben Nabouhane (’24)

Manchester United 0 – 0 Real Sociedad (Samanlagt 4-0 sigur Man Utd)

Club Brugge 0 – 1 Dynamo Kyiv (Samanlagt 2-1 sigur D.Kyiv)
0-1 Buyalskiy (’83)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í

Allt vitlaust um borð í flugvél – Lét yfirmann sinn heyra það vegna sæta á fyrsta farrými sem ungir menn voru í
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla

Ashworth hefur fengið alveg nóg og fer með málið til dómstóla
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Slot staðfestir viðræður við Liverpool

Slot staðfestir viðræður við Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“
433Sport
Í gær

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
433Sport
Í gær

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar