fbpx
Þriðjudagur 20.apríl 2021
433Sport

Lengjubikarinn: Valur valtaði yfir ÍBV

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 19:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur tók á móti ÍBV í A-deild Lengjubikarsins í kvöld. Leikurinn endaði með 8-0 sigri Vals en leikið var á heimavelli liðsins, Origo vellinum.

Bergdís Fanney Einarsdóttir kom Val yfir með marki á 4. mínútu og þremur mínútum seinna varð Olga Sevcova, leikmaður ÍBV, fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Á 21. mínútu skoraði Anna Rakel Pétursdóttir, þriðja mark Vals og hún var síðan aftur á ferðinni á 36. mínútu er hún skoraði fjórða mark liðsins.

Elín Metta Jensen, skoraði fimmta mark Vals á 41. mínútu og var því staðan í hálfleik 5-0.

Valskonur bættu síðan við þremur mörkum í seinni hálfleik frá Elínu Mettu, Mist Edvardsdóttur og Mary Alice Vignola og sáu til þess að leikurinn endaði með 8-0 sigri.

Valur er eftir leikinn í 1. sæti riðils-1 með 3 stig eftir fyrstu umferð. ÍBV er í neðsta sæti riðilsins með 0 stig.

Valur 8 – 0 ÍBV 
1-0 Bergdís Fanney Einarsdóttir (‘4)
2-0 Olga Sevcova (‘7)
3-0 Anna Rakel Pétursdóttir (’21)
4-0 Anna Rakel Pétursdóttir (’36)
5-0 Elín Metta Jensen (’41)
6-0 Elín Metta Jensen (’53)
7-0 Mist Edvardsdóttir (’55)
8-0 Mary Alice Vignola (’90)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Heitar umræður um Kolbein í Svíþjóð – „Það er ekkert ógeðslegt við það“

Heitar umræður um Kolbein í Svíþjóð – „Það er ekkert ógeðslegt við það“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

29 ára og tekur við Tottenham – Hver tekur við í sumar?

29 ára og tekur við Tottenham – Hver tekur við í sumar?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Milner ósáttur með fyrirhugaða Ofurdeild – „Mér líkar þetta ekki og vona að þetta verði ekki að veruleika

Milner ósáttur með fyrirhugaða Ofurdeild – „Mér líkar þetta ekki og vona að þetta verði ekki að veruleika
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir Klopp hafa tortímt eigendum Liverpool í beinni útsendingu

Segir Klopp hafa tortímt eigendum Liverpool í beinni útsendingu
433Sport
Í gær

Klopp frétti fyrst af þátttöku Liverpool í Ofurdeildinni í gær – Hann og leikmenn Liverpool ekki hluti af ferlinu

Klopp frétti fyrst af þátttöku Liverpool í Ofurdeildinni í gær – Hann og leikmenn Liverpool ekki hluti af ferlinu
433Sport
Í gær

Leikmenn liða í Ofurdeildinni ræddu sín á milli í dag varðandi viðbrögð – „Fótboltinn þarf á því að halda að þeir láti í sér heyra“

Leikmenn liða í Ofurdeildinni ræddu sín á milli í dag varðandi viðbrögð – „Fótboltinn þarf á því að halda að þeir láti í sér heyra“