fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Benteke tryggði Crystal Palace sigur á Brighton með marki í uppbótartíma

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 21:57

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brighton tók á móti Crystal Palace í 25. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Crystal Palace en leikið var á AMEX vellinum, heimavelli Brighton.

Það voru gestirnir í Crystal Palace sem skoruðu fyrsta mark leiksins. Það gerði Jean-Philippe Mateta á 28. mínútu eftir stoðsendingu frá Jordan Ayew.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 55. mínútu þegar að Joel Veltman jafnaði leikinn fyrir heimamenn í Brighton.

Christian Benteke tryggði síðan Crystal Palace öll þrjú stigin sem í boði voru er hann kom liðinu yfir með marki á fimmtu mínútu uppbótartíma eftir stoðsendingu frá Andros Townsend

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum sem endaði með 2-1 sigri Crystal Palace. Brighton er eftir leikinn í 16. sæti deildarinnar með 26 stig, fjótum stigum frá fallsæti. Crystal Palace situr í 13. sæti  með 32 stig.

Brighton 1 – 2 Crystal Palace 
1-0 Jean Pilippe Mateta (’28)
1-1 Joel Veltman (’55)
1-2 Christian Benteke (’90+5)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki