fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Fyrrum leikmaður Manchester United gæti verið á leið í fangelsi – Skallaði mann á knæpu

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 19. febrúar 2021 11:30

Wallwork lengst til hægri Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ronnie Wallwork fyrrum leikmaður Manchester United gæti verið á leið í fangelsi eftir að hafa játað brot sitt. Wallwork er ákærður fyrir líkamsárás.

Wallwork var vonarstjarna í unglingastarfi United og varð Englandsmeistari með félaginu árið 2001. Ferill hans hjá United náði ekki flugi en Wallwork lék rúma 100 leiki fyrir West Brom á ferli sínum.

Wallwork er 43 ára gamall og er sakaður um að hafa skaðað sjón hjá manni sem hann lenti í áflogum við á knæpu í Bretlandi.

Wallwork er sakaður um að hafa ráðist á manninn, hann er sakaður um að hafa skallað manninn með fyrrgreindum afleiðingum.

„Sú staðreynd að þú hafir játað brotið, mun hjálpa þér,“ sagði dómari þegar málið var tekið fyrir.

Dómarinn sagðist þurfa að afla meiri upplýsinga og fá vitni áður en ákvörðunin um refsingu yrði tekin. Hún lét Wallwork vita af því að dvöl á bak við lás og slá gæti beðið hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“