fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
433Sport

Mourinho mjög óvænt orðaður við starf á Englandi

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 5. desember 2021 12:15

Josè Mourinho / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Everton hefur áhuga á að ráða Jose Mourinho sem knattspyrnustjóra ef Rafa Benitez verður látinn fara. Þetta kemur fram í frétt Mirror.

Benitez tók við Everton í sumar. Gengið undanfarið hefur þó verið allt annað en gott. Liðið er sem stendur í fimmtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 15 stig.

Þá hefur Everton ekki unnið í síðustu átta leikjum. Sannfærandi 1-4 tap gegn erkifjendunum í Liverpool í vikunni var svo ekki til að bæta álit stuðningsmanna Everton á Benitez, sem er auðvitað fyrrum stjóri Liverpool.

Ljóst er að pressa hefur myndast á Benitez. Fari svo að hann verði rekinn þá gæti félagið snúið sér að Mourinho.

Portúgalinn tók við Roma á Ítalíu í sumar. Hann væri þó opinn fyrir því að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina. Þar hefur hann áður stýrt Chelsea, Manchester United og Tottenham.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Tvenna Andra Rúnars dugði ekki til gegn FH

Besta deildin: Tvenna Andra Rúnars dugði ekki til gegn FH
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lengjudeildin: Dalvík/Reynir vann ÍBV í fyrstu umferð

Lengjudeildin: Dalvík/Reynir vann ÍBV í fyrstu umferð