Þjálfari Werder Bremen, Markus Anfang, og aðstoðarmaður hans, Florian Junge, hafa sagt upp hjá þýska félaginu Werder Bremen eftir að hafa verið sakaðir um að falsa bólusettningarvottorð sín. Þýsk yfirvöld eru nú að rannsaka málið.
Þjálfarinn segir ekkert til í þessum ásökunum en sagði þrátt fyrir það upp hjá félaginu og tók uppsögnin gildi í morgun. Anfang gaf frá sér þessa yfirlýsingu vegna málsins:
„Ég hef ákveðið að hætta sem þjálfari Werder Bremen vegna erfiðra astæðna fyrir sjálfan mig, fjölskyldu mína, liðið og félagið.“
Liðið leikur gegn Schalke í kvöld.
ℹ️ Head coach Markus #Anfang and assistant coach Florian #Junge have stepped down from their posts at SV #Werder Bremen ➡️ https://t.co/cxfwobdP90 pic.twitter.com/x82GcvAGHu
— SV Werder Bremen EN (@werderbremen_en) November 20, 2021