fbpx
Fimmtudagur 02.desember 2021
433Sport

Er Orri maðurinn sem fer í slaginn við Vöndu? – „Yfirleitt eru tveir + tveir = fjórir“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 08:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ársþing KSÍ fer fram í febrúar en þá verður formaður sambandsins kosinn til tveggja ára, á sama tíma verður ný stjórn kjörinn. Vanda Sigurgeirsdóttir situr nú í embætti en það er til bráðabirgðar.

Vanda var sjálfkjörinn í embættið í byrjun í október þegar Guðni Bergsson hafði sagt af sér og stjórn hans gerði slíkt hið sama.

Orri Hlöðversson fyrrum formaður Breiðabliks er nú sterklega orðaður við framboð til formanns KSÍ. Hann var að láta af störfum sem formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks en Orri á sæti í stjórn KSÍ.

video

Orri er formaður ÍTF og í gegnum það á hann sæti í stjórn KSÍ. „Yfirleitt eru tveir  + tveir = fjórir. Orri skrifar fallegan pistil og segir takk fyrir sig og talar um önnur verkefni, ég held að þetta sé maðurinn sem ÍTF sé búið að velja. Að þetta sé þeirra kandídat,“ sagði Benedikt Bóas Hinriksson í sjónvarpsþætti okkar á Hringbraut í gær.

Ljóst er að ÍTF getur farið langt með að velja næsta formann enda eru á bak við þau samtök stærstur hluti atkvæði á ársþingi KSÍ.

„ÍTF hefur haldið spilunum þétt að sér, ef þú lest í þetta. Brynjar Níelsson, minn drauma kandídat. Ég er ekki viss hvort hann fari, Willum Þór er kominn í draumastöðu og hann fer ekki í þetta,“ sagði Benedikt.

Ekki er öruggt að einhver bjóði sig fram gegn Vöndu en Benedikt vonar að í febrúar verði farið að ræða meira um fótboltann hjá KSÍ frekar en málefnin utan vallar.

video
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eriksen byrjaður að æfa á nýjan leik eftir hjartastoppið í sumar

Eriksen byrjaður að æfa á nýjan leik eftir hjartastoppið í sumar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lögmenn Arons og Eggerts senda út yfirlýsingu vegna frétta – „Hafa nú loksins fengið að segja formlega frá sinni hlið“

Lögmenn Arons og Eggerts senda út yfirlýsingu vegna frétta – „Hafa nú loksins fengið að segja formlega frá sinni hlið“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu atvikið: Mætti mönnunum sem réðust að bíl hans – Bað um virðingu

Sjáðu atvikið: Mætti mönnunum sem réðust að bíl hans – Bað um virðingu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Neyðarfundur í gær en Benitez verður ekki rekinn

Neyðarfundur í gær en Benitez verður ekki rekinn
433Sport
Í gær

Enski boltinn: Liverpool fór létt með Everton – Mason Mount sá um Watford

Enski boltinn: Liverpool fór létt með Everton – Mason Mount sá um Watford
433Sport
Í gær

Enski boltinn: Neal Maupay náði í stig fyrir Brighton – Maddison aftur á skotskónum

Enski boltinn: Neal Maupay náði í stig fyrir Brighton – Maddison aftur á skotskónum