fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
433Sport

Árni Birgisson ákærður fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti hjá ÍR

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. október 2021 08:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Birgisson var rekinn úr starfi sem framkvæmdarstjóri ÍR  undir lok árs 2019. Í dag verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, er Árni grunaður fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti hjá félaginu.

Fréttablaðið segir frá málinu í blaði sínu í dag

Ákæran er í nokkrum liðum en í þeim fyrsta er Árni ákærður fyrir fjárdrátt með því að hafa í starfi sínu dregið sér samtals 3.161.632 krónur af fjármunum félagsins í fimmtán tilvikum á árunum 2018 og 2019.

Í öðrum ákærulið er Árni ákærður fyrir að nota kreditkort félagsins í heimildarleysi fyrir samtals 1.558.919 krónur. Að lokum Er Árni ákærður fyrir peningaþvætti samkvæmt frétt Fréttablaðins.

Aðalstjórn ÍR samþykkti á fundi sínum þann 6. febrúar 2020 að fela Jóhannesi Bjarna Björnssyni, hæstaréttarlögmanni hjá Landslögum, að leggja fram kæru á hendur Árna, vegna ætlaðrar misnotkunar á reikningum og fjármunum félagsins.

Stjórn félagsins hafði í aðdraganda þess stjórnarfundar rannsakað fjárreiður félagsins vegna gruns um misferli. Grunurinn vaknaði í byrjun vetrar og eftir fyrstu skoðun stjórnar félagsins á fjárreiðum framkvæmdastjóra í nóvember 2019 var haldinn fundur með Árna þann 15. nóvember 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Óskar Hrafn ætlar ekki að tjá sig um uppsögnina

Óskar Hrafn ætlar ekki að tjá sig um uppsögnina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eysteinn nýr framkvæmdastjóri KSÍ

Eysteinn nýr framkvæmdastjóri KSÍ
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United vill losa sig við Casemiro og fá þennan í staðinn

United vill losa sig við Casemiro og fá þennan í staðinn
433Sport
Í gær

Þetta segja veðbankarnir: Hver tekur við á Old Trafford? – Var númer eitt en er ekki sannfærður

Þetta segja veðbankarnir: Hver tekur við á Old Trafford? – Var númer eitt en er ekki sannfærður
433Sport
Í gær

Fyrsta konan til að komast upp á vegg

Fyrsta konan til að komast upp á vegg