fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Viðar Ari skoraði – Brynjólfur og félagar töpuðu stórt fyrir liði í fallsæti

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. október 2021 18:05

Viðar Ari Jónsson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir Íslendingar komu við sögu með sínum liðum í Noregi í dag.

Viðar Ari Jónsson skoraði annað mark Sandefjörd í 2-0 sigri á Stromsgodset í norsku úrvalsdeildinni. Hann lék allan leikinn. Ari Leifsson lék þá allan leikinn með Stromsgodset. Þá kom Valdimar Þór Ingimundarson inn á sem varamaður fyrir liðið þegar um tíu mínútur voru eftir.

Sandefjörd er í tíunda sæti deildarinnar með 29 stig en Stromsgodset er sæti ofar með stigi meira. Bæði lið hafa spilað 24 leiki.

Brynjólfur Andersen Willumsson kom inn á sem varamaður á 69. mínútu í 5-0 tapi Kristiansund gegn Mjöndalen.

Tapið kom töluvert á óvart þar sem Kristiansund er í fimmta sæti deildarinnar með 39 stig en Mjöndalen í næstneðsta sæti með 18 stig.

Loks sat Hólmar Örn Eyjólfsson á varamannabekk Rosenborg allan leikinn í markalausu jafntefli gegn Haugesund á útivelli.

Hólmar og félagar eru í þriðja sæti deildarinnar með 42 stig eftir 24 leiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno

Ivan Toney sagður gera kröfu um að þéna meira en Bruno
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi

Miklar breytingar á enska bikarnum um næstu helgi – Ekki spilað í deildinni um sömu helgi