Það styttist í að gullboltinn verði afhentur þeim leikmanni sem hefur staðið upp úr á árinu. Cristiano Ronaldo er tilnefndur enn einu sinni og telur Jorge Mendez, umboðsmaður Ronaldo, að leikmaðurinn hafi aldrei átt gullboltann jafn mikið skilið og í ár.
„Það ætti að vera nóg að skoða tölfræðina,“ sagði Mendez við France Football.
„Hann skoraði 115 mörk fyrir Portúgal og enginn hefur skorað fleiri mörk fyrir landslið. Hann er mesti markaskorari í sögu fótboltans.“
„Þetta er rosalegt afrek og hann verður að vinna gullboltann þar sem hann heldur áfram að sanna að hann er bestu leikmaður í sögu fótboltans.“
„Ekki gleima því að Ronaldo var markahæstur í Seria A og á EM í sumar. Hann er með flest mörk í sögu Meistaradeildarinnar og er eini leikmaðurinn sem hefur unnið allt á Ítalíu, Spáni og Englandi.“
„Hann hefur aldrei átt þetta svona mikið skilið og í ár.“
Það er þó talið að Lionel Messi sé líklegastur til að vinna gullboltann í ár.