Ágúst Gylfason hefur ráðið Jökul Elísabetarson sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla. Ágúst tók við starfinu á dögunum.
Jökull hefur stýrt Augnabliki sem er varalið Breiðabliks auk þess að vera í yngri flokkum hjá Blikum.
„Við fögnum komu Jökuls sem býr yfir mikilli þekkingu og deilir okkar sýn til framtíðar. Nú hefjumst við handa, stöndum þétt við bakið á nýju þjálfarateymi og óskum þeim góðs gengis!,“ segir í yfirlýsingu Fjölnis.
Jökull átti farsælan feril sem leikmaður en hann var meðal annars leikmaður KR og Breiðabliks.