fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Segir Liverpool eiga yfir að skipa bestu framlínu í heimi á ný – ,,Þeir geta splundrað liðum“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 21. október 2021 17:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Merson, fyrrverandi leikmaður Arsenal og sparkspekingur hjá Sky Sports, segir Liverpool eiga yfir að skipa bestu framlínu í knattspyrnuheiminum á ný.

Hann segir Sadio Mane, Roberto Frimino og Mohamed Salah, fremstu leikmenn Liverpool, hafa endurheimt stöðu sína sem besta framlína heims og telur þá geta orðið til þess að Liverpool nái markmiðum sínum á tímabilinu sem hljóti að vera að endurheimta enska meistaratitilinn.

,,Það er nánast ekki hægt að stöðva þessa þrjá, þeir geta splundrað liðum og skorað þrjú til fjögur mörk á tuttugu mínútna kafla. Það var það sem skipti svo miklu máli fyrir Liverpool er liðið var enskur meistari á sínum tíma og nú hefur liðið endurheimt það,“ skrifar Merson í pistli sem birtist á vefsíðu Sky Sports.

Hann segir þetta merkilega þróun mála þar sem það getur reynst erfitt fyrir slíkt þríeyki að komast aftur á toppinn eftir að hafa átt erfiða tíma á síðasta tímabili þar sem Liverpool mistókst að verja titilinn í ensku úrvalsdeildinni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“